Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Veita innsýn í fjárhagslegan veruleika einstæðra foreldra

Kall­að var eft­ir þátt­tak­end­um til að svara spurn­ing­um um fjár­hags­stöðu. Hér má sjá svör fjög­urra kvenna, sem all­ar eiga það sam­eig­in­legt að vera há­skóla­mennt­að­ar, ein­stæð­ar mæð­ur á með­al­laun­um. All­ar upp­lifa þær streitu og jafn­vel lík­am­lega verki vegna fjár­hags­stöðu.

Tveggja barna móðir með meðallaun fær ógleði af fjárhagsáhyggjum

Heildarlaun voru að meðaltali 935.000 í fyrra. Ert þú með mánaðarlaun á bilinu 800.000 til 1.070.000?

Já, er með 821.000 kr. í heildarlaun. Fæ um 560–580.000 kr. útborgaðar.

Er það misjafnt eftir mánuðum? 

Yfirleitt mjög svipað, er smá jóla- og sumarfrísálag, kjarasamningsbundið en það er ekki mikið því ég er ekki í vaktavinnu. Fæ stundum minna frá 1. júní ef ég skulda skatta vegna aukavinnu.

Ertu í fullri vinnu?

Í fullri vinnu.

Ertu launþegi í fastri vinnu, hjá hinu opinbera, einkageira eða sjálfstætt starfandi? 

Launþegi í fastri vinnu í einkageiranum.

Tekurðu að þér aukaverkefni til að afla aukatekna?

Já, hef gert það og geri ef ég get.

Til að standa undir reglulegum rekstri? 

Já, fyrir það og greiða niður skammtímaskuldir sem safnast upp.

Telurðu þig tilheyra millistétt?

Ekki lengur.

Hefurðu upplifað streitu vegna fjárhagsstöðu?

Já, næstum því á hverjum degi. …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Það þarf að breyta skattkerfinu, umbylta því, sækja peningana þar sem þeir eru en stórbæta innviði og stuðningskerfin, þar á meðal stórhækka barnabætur. Það er dýrt að ala upp börn í dýrasta landi í heimi.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Millistétt í molum

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
„Það er ekkert eftir“
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár