Tveggja barna móðir með meðallaun fær ógleði af fjárhagsáhyggjum
Heildarlaun voru að meðaltali 935.000 í fyrra. Ert þú með mánaðarlaun á bilinu 800.000 til 1.070.000?
Já, er með 821.000 kr. í heildarlaun. Fæ um 560–580.000 kr. útborgaðar.
Er það misjafnt eftir mánuðum?
Yfirleitt mjög svipað, er smá jóla- og sumarfrísálag, kjarasamningsbundið en það er ekki mikið því ég er ekki í vaktavinnu. Fæ stundum minna frá 1. júní ef ég skulda skatta vegna aukavinnu.
Ertu í fullri vinnu?
Í fullri vinnu.
Ertu launþegi í fastri vinnu, hjá hinu opinbera, einkageira eða sjálfstætt starfandi?
Launþegi í fastri vinnu í einkageiranum.
Tekurðu að þér aukaverkefni til að afla aukatekna?
Já, hef gert það og geri ef ég get.
Til að standa undir reglulegum rekstri?
Já, fyrir það og greiða niður skammtímaskuldir sem safnast upp.
Telurðu þig tilheyra millistétt?
Ekki lengur.
Hefurðu upplifað streitu vegna fjárhagsstöðu?
Já, næstum því á hverjum degi. …
Athugasemdir (1)