Atef Abu Saif, rithöfundur og menningarmálaráðherra palestínskra stjórnvalda, var fastur á Gaza í 84 daga með fimmtán ára syni sínum á meðan grimmilegar árásir Ísraela stóðu yfir. Árásirnar eru svo alvarlegar að verið er að rannsaka hvort verið sé að fremja þjóðarmorð. Þjóðarmorð sem sér ekki enn fyrir endann á.
Það var fyrir einskæra tilviljun að Atef var staddur í Gaza þennan örlagaríka dag, þann 7. október 2023, og eins og hann orðar það í bók sinni Dagbók frá Gaza, og „í rauninni ótrúlegt“ að sonur hans var með í för.
Dagbók frá Gaza er gefin út af Angústúru og þýdd af Bjarna Jónssyni. Þar segir frá því þegar Atef var að synda í sjónum og heyrði hvin í flugskeytum og sprengjugný úr öllum áttum. Hann hafði bara ætlað bara að vera nokkra daga á Gaza, til að heimsækja fjölskyldu og vera viðstaddur hátíðarhöld tileinkuðum Degi palestínska þjóðararfsins, þjóðararfsins sem …
Bendi þér á bókina erhnic cleansing of Palestine eftir Ilan Pappe.