Við höfnina í Norðurfirði voru tveir félagar, hvor af sínum strandveiðibátnum, að landa nýveiddum þorski í byrjun viku. Annar þeirra hafði farið á veiðar klukkan eitt um nóttina, hinn þremur tímum síðar. Það var enginn mættur á fiskimarkaðinn svo þeir hjálpuðust að við löndunina, mennirnir tveir – Lúðvík Gunnlaugsson og Haukur Pétursson.
Þeir eru hluti af á sjötta hundrað strandveiðimanna sem fengu leyfi til veiða þetta árið. Þeim er nú heimilt að veiða 12.000 tonn af þorski samanlagt á handfæri fjóra daga vikunnar frá maíbyrjun til ágústloka. Kvótinn var 10.000 tonn þangað til í gær, þegar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra jók hann um 2.000 tonn eftir beiðni strandveiðimanna um aðeins meira, 3.600 tonn aukalega.
Hver strandveiðibátur má mest veiða 774 kíló af slægðum þorski á hverjum veiðidegi og voru Lúðvík og Haukur komnir inn fyrir klukkan níu þennan morguninn með sinn skammt.
Hægt að gleyma svæðinu þegar togararnir koma
Mennirnir …
Athugasemdir (1)