Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Óhlýðni er ekki ofbeldi

Anna Lúð­víks­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Am­nesty In­ternati­onal á Ís­landi, seg­ir lít­ið þol hjá ráða­mönn­um fyr­ir borg­ara­legri óhlýðni og mót­mæl­um. Ólafi Páli Jóns­syni heim­spek­ingi finnst ámæl­is­vert af Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra að lýsa því yf­ir að ef fólk hlýð­ir ekki skip­un­um lög­reglu á mót­mæl­um séu mót­mæl­in þar með ekki frið­sam­leg.

Óhlýðni er ekki ofbeldi
Valdaójafnvægi Listmálarinn Þrándur Þórarinsson vildi fanga þann óhug sem hann upplifði við að sjá myndefni af mótmælum í Skuggasundi þar sem lögreglan beitti að hans mati of miklu valdi gegn mótmælendum.

Fréttamyndir af mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfund við Skuggasund föstudaginn 31. maí vöktu óhug hjá listmálaranum Þrándi Þórarinssyni. Um hundrað manns voru þar samankomin til að mótmæla aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda vegna þjóðarmorðs á palestínsku þjóðinni af hendi Ísrael.

Á mynd af mótmælunum ákvað Þrándur að stilla upp þremur manneskjum, tveimur lögregluþjónum og palestínskum manni berandi palestínska fánann á meðan hann er úðaður með piparúða. Tveir lögreglumenn á móti einum manni sýnir að sögn Þrándar valdaójafnvægið í gjörningnum. 

Lögreglan beitti piparúða á Palestínumann

Þrándur valdi þetta augnablik og þennan ramma meðal annars vegna þess að honum fannst framkoma Qussay Odeh, mannsins sem bar fánann, „hetjuleg“, eins og Þrándur orðaði það við Heimildina. „Hann stóð þarna með þennan fána og var með enga ógnandi tilburði eða neitt þannig við lögregluna,“ segir Þrándur og bætir við: „Líka sú staðreynd að þeir hafi gert þetta við Palestínumann á meðan það er verið að fara svona …

Kjósa
58
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Því miður er stöðugt af styttast í farsímann allstaðar í hinum svokallaða vestræna heimi þar sem aðgerðir ráðamanna eru túlkaðar samkvæmt bókstafnum þvert á digurbarkalegar yfirlýsingar um margtuggið líðræði hérnamegin heimsins.
    0
  • KHS
    Kristín Hildur Sætran skrifaði
    Algjörlega sammála Ólafi Páli „óhlýðni er ekki ofbeldi“. Ég var sjálf fyrir framan Alþingishúsið umrætt kvöld, 12. júní, og þar fór ALLT FRIÐSAMLEGA FRAM, bæði hrópin, hávaðinn þegar slegið var á grindurnar, málningin og blysin. Minnumst þegar borgarar/mótmælendur vernduðu lögregluna fyrir framan Stjórnarráðið á sínum tíma í búsáhaldabyltingunni. Virðum tjáningarfrelsi, virðum sjálfstæða hugsun og virðum hvort annað og vinnum ákveðið gegn því þegar ákveðnir ráðamenn reyna að etja okkur saman. VERJUM TIL HINS ÝTRASTA TJÁNINGARFRELSI OKKAR, grunn samfélagsins. Munum líka að hugsanlega eru einhverjir lögreglumannanna líka sama sinnis og við !!!
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár