Þegar Sólrún Svava Skúladóttir komst að því að hún hefði misst fóstur á tólftu viku meðgöngu í ágúst í fyrra var það bæði áfall fyrir hana og tvíburasystur hennar, Sigríði Lilju. Þetta var þriðja fósturlátið sem tvíburarnir, sem líklega eru eineggja, lentu í á innan við ári.
„Getum við þá bara ekki orðið óléttar?“ hugsaði Sigríður Lilja, sem oftast er kölluð Sigga, með sér. Systurnar voru orðnar 35 ára gamlar en rúmu hálfu ári áður hafði Sigga misst fóstur og svo Sólrún stuttu síðar einnig. Þær deila mjög svipuðum genum, vinna báðar sem samgönguverkfræðingar, stunda báðar crossfit og deila flestum áhugamálum svo þær fóru að velta því fyrir sér hvort þær ættu líka sameiginlegt að geta ekki gengið með barn.
Áfallið í ágústmánuði var mikið. Sólrún, sem er oftast kölluð Sóla, hafði fengið fréttirnar í 12 vikna sónar: Það er enginn hjartsláttur. Hjartað hafði líklega ekki slegið síðustu tvær til …
Athugasemdir