Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
Doktor í útimenntun Jakob Frímann Þorsteinsson er fyrsti doktorinn í útimenntun hér á landi. Honum langar að efla útimenntun á Íslandi og lyfta því sem vel er gert í skólastarfi, tómstundastarfi og ferðaþjónustu. „Svo langar mig bara að gera eitthvað sem er skemmtilegt.“ Mynd: Kristinn Ingvarsson
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Náttúran er skólastofa framtíðarinnar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Framtíðarskólastofan er úti í náttúrunni, ekki við tölvuskjá í skólastofu. Þannig sér dr. Jakob Frímann Þorsteinsson, nýdoktor í menntavísindum, kennslu fyrir sér í nánustu framtíð. Í vor varði Jakob doktorsritgerð sína við Deild menntunar og margbreytileika í Háskóla Íslands. Sérsvið hans er útimenntun og í doktorsritgerð sinni greinir hann möguleika útimenntunar á Íslandi.  

„Útimenntun sem fag er enn þá í mótun á Íslandi. Þegar við erum að „hugtaka“ heiminn þá erum við að flokka heiminn í námsgreinar, en svo er svo margt sem fellur á milli námsgreina. Þetta er bara hugarsmíð okkar,“ segir Jakob. Fyrstu heimildir um útimenntun á Íslandi er að finna í hugmyndum um skólastarf á upphafsárum 20. aldar. „Það voru vorskólar og talað um gildi þess fyrir nemendur að fara í svokallaðar skólagöngur til að upplifa náttúruna. Við notuðum önnur orð um þetta en við vorum að tala um þessi tengsl við samfélagið og náttúruna. Hugmyndin um …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár