Myndband: Lögregla sprautaði piparúða og hrinti mótmælendum

Lög­regla úð­aði piparúða yf­ir mót­mæl­end­ur fyr­ir ut­an rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un. Mót­mæl­andi seg­ir ráð­herra ekki hafa ver­ið í neinni hættu.

Lögreglan sprautaði piparúða yfir þó nokkra mótmælendur í Skuggasundi þar sem ríkisstjórnarfundur var haldinn í morgun.  Mótmælin voru á vegum samtakanna Ísland-Palestína. Talsverð harka var í aðgerðum lögreglu líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Sjónarvottur sem ekki vill láta nafns síns getið segir að mótmælendur hafi kallað og reynt að hindra för ráðherrabílana með því að færa sig ekki burt. Þá hefði lögregla tekið að hrinda mótmælendunum og sprauta piparúða. Óeinkennisklædd lögregla hefði dregið einn mótmælandann eftir jörðinni. 

Viðkomandi segir að allir lögregluþjónarnir hefðu verið með piparúðann tilbúinn áður en nokkur ástæða var til að nota hann. Einn þeirra hefði tekið upp kylfu og haldið henni uppi lengi.

Voru ráðherrarnir í nokkurri hættu?

„Alls ekki. Það snerti enginn bílinn einu sinni.“

Samkvæmt Vísi eru tíu mótmælendur illa haldnir og einn lögreglumaður slasaður eftir að hafa orðið fyrir ráðherrabíl. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir segir í viðtali við Vísi að um 40 mótmælendur hefðu fengið piparúða yfir sig. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Arfleifð forsetaframboðs Katrínar Jakobsdóttir í boði Sjálfstæðisflokksins !
    -1
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    sprautaði piparúða = eiturvopnaárás . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár