Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Náttúran breytt eftir fimmta eldgosið

Þó að varn­ar­garð­arn­ir við Grinda­vík hafi kom­ið í veg fyr­ir að hraun rynni inn í bæ­inn þeg­ar gos braust út á mið­viku­dag, breyt­ir hraun­ið um­hverf­inu til fram­búð­ar. Fyr­ir því fundu æð­ar­fugl­ar sem heim­sóttu hraun­ið aft­ur og aft­ur í leit að því sem var horf­ið.

Náttúran breytt eftir fimmta eldgosið
Við hraunið Æðarfuglarnir sneru nokkrum sinnum aftur á vettvang án þess að finna það sem þeir leituðu að. Mynd: Golli

Á

tólfta tímanum á miðvikudag fór að rjúka nokkuð úr hrauninu í Sundhnúkagígaröðinni norður af Grindavík. Klukkan 12.46 braust svo rauðglóandi hraun út af verulegum krafti. Hraunið spýttist upp úr sprunginni og þykkur gosmökkur steig upp, þegar mest var í um 3,5 kílómetra hæð. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýstu yfir neyðarstigi. 

Veðurstofa Íslands hafði varað við mögulegu eldgosi í kringum ellefu þennan morgun, eftir að skjálftavirkni jókst til muna, og var Grindavík rýmd um svipað leyti, rétt eins og Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi.

MökkurinnMikill mökkur steig upp úr gosinu og náði þegar mest lét 3,5 kílómetra upp í loftið. Ef vel er að gáð mætti halda að mökkurinn hafi tekið á sig mannsmynd.

Það leið ekki á löngu þar til fréttir fóru að berast af því að hraunið væri á leiðinni að Grindavíkurvegi. Þá …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár