Halla Tómasdóttir hefur bætt við sig því fylgi sem Halla Hrund hefur misst

Halla Tómasdóttir hefur bætt við sig því fylgi sem Halla Hrund hefur misst

Lík­urn­ar á því að Katrín Jak­obs­dótt­ir setj­ist við borð­send­ann sem for­seti á rík­is­ráðs­fund­un­um sem hún hef­ur set­ið síð­asta sex og hálfa ár­ið sem for­sæt­is­ráð­herra hafa auk­ist og mæl­ast nú 49 pró­sent. Þrír fram­bjóð­end­ur er hníf­jafn­ir í bar­átt­unni um að verða val­kost­ur­inn við hana á kjör­dag.

Líkur Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, í forsetakosningunum sem fram fara eftir slétta viku halda áfram að aukast og mælast nú 49 prósent. Þeir þrír frambjóðendur sem raða sér í næstu sætin á eftir henni, og erum nánast með sama fylgið, eiga svo 15 prósent líkur á því hver að vinna kapphlaupið á Bessastaði. Þau eru Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, og Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team.

Líkur Jóns Gnarr, leikara og fyrrverandi borgarstjóra, halda áfram að dragast saman og mælast nú einungis fjögur prósent. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður og fyrrverandi dómari, mælist svo með eins prósents sigurlíkur. 

Þetta er niðurstaða útreikninga Dr. Baldurs Héðinssonar á líkum hvers frambjóðanda á sigri. Hana fær Baldur út með því að miða við stöðu mála í kosningaspá sem hann vinnur í samstarfi við Heimildina og hversu mikið frávik hefur verið í fyrri skoðanakönnunum tveimur vikum fyrir kosningar.

Í kjölfarið keyrði hann 100 þúsund sýndarkosningar til að reikna út hversu líklegt er að hver og einn frambjóðandi sigri. Þegar bæri dregur kosningum minnkar frávikið sem fer inn í sýndarkosningarnar sem mun leiða til þess að þeir frambjóðendur sem eru að mælast með mest fylgi fá hærri líkur á sigri en aðrir minni. 

Forskot Katrinar eykst lítillega

Samkvæmt nýjustu kosningaspánni, sem vigtar allar kannanir sem gerðar voru í síðustu viku, eykur Katrín forskot sitt lítillega milli vikna og mælist nú með 25,1 prósent fylgi. Það er í fyrsta sinn sem hún kemst yfir 25 prósenta-múrinn síðan í byrjun maí en Katrín hefur verið með fylgi á þessu róli nokkuð stöðugt síðustu vikur. 

Það fylgi sem er að flakka virðist helst vera að fara af Höllu Hrund og yfir til Höllu Tómasdóttur. Sú fyrrnefnda hefur tapað tæplega 13 prósentustigum frá því snemma í maí, og mælist nú með 18,2 prósent stuðning, en sú síðarnefnda, sem er nú með 17,5 prósent fylgi, hefur bætt við sig rúmlega 13 prósentum á sama tíma. Fylgið flæðir því frá Höllu til Höllu.

Á milli þeirra er svo Baldur með 18,1 prósent og á eftir þessum þétta þriggja manna pakka sem situr nánast jafn í öðru til fjórða sætinu er Jón Gnarr með 11,2 prósent. Arnar Þór kemur þar á eftir með 6,2 prósent og hinir sex frambjóðendurnir eru svo samanlagt með 3,7 prósent fylgi. 

Hver verður „frambjóðandi B“?

Mikil umræða er í samfélaginu um hvort kjósendur muni á endanum kjósa taktískt, enda ljóst á könnunum að þjóðin hefur líka mjög sterkar skoðanir á þeim sem hún vill ekki sjá sem forseta. Í könnun Maskínu sem gerð var í síðustu viku kom til að mynda fram að 42,4 prósent aðspurðra vildi síst að Katrín Jakobsdóttir yrði forseta og kenningin er þá sú að hluti þess mengis gæti flutt sig af sínum óskakandídat yfir á þann sem er líklegastur til að sigra Katrínu. Sem stendur blasir alls ekki við hver það er enda Höllurnar tvær og Baldur hnífjöfn. Sé horft á fylgishreyfingar síðustu daga og vikur getur það þó breyst hratt, enda lokaspretturinn eftir og þá verða þeir frambjóðendur sem hafa verið að síga að taka meiri áhættu í nálgun sinni. Auk þess verða þrennar kappræður í næstu viku: þær fyrstu heldur Heimildin í Tjarnarbíói á þriðjudag, þær næstu verða á Stöð 2 og Vísi á fimmtudag og þær síðustu á RÚV á föstudag, degi fyrir kosningar. 

Í könnun Gallup sem birt var á fimmtudag kom skýrt fram að Halla Tómasdóttir er sá frambjóðandi sem flestir landsmenn telja að hafi staðið sig best í umræðunni undanfarið og hún hefur einnig verið mæld sem sá frambjóðandi sem nýtur sín best í kappræðum. Halla er auk þess sá frambjóðandi sem flestir nefndu sem fyrsta valkost við þann sem þau styðja nú í könnun Maskínu í vikunni, eða 23,6 prósent. Þar mældist Katrín lægst þeirra fimm sem mælast með tveggja stafa fylgi, en einungis 12,4 prósent svarenda nefndu hana sem sinn „frambjóðanda B“. 

Þá á Halla Tómasdóttir sögu frá því í kosningunum 2016, þar sem hún var líka í framboði, sem gefur henni byr undir báða vængi. Þá mældist hún með 11,8 prósent fylgi rúmri viku fyrir kosningar og var þá rúmlega 40 prósentum á eftir Guðna Th. Jóhannessyni í könnunum. Þegar atkvæði voru talin á kjördag fékk Halla 27,9 prósent þeirra en forskot Guðna endaði í einungis 11,2 prósentustigum. 

Þau þrjú sem eru nú með um 18 prósent fylgi horfa ugglaust til ofangreindra talna, og reynslunnar frá kosningunum 2016, og vonast til þess að ná að hífa sig nægjanlega langt frá hinum tveimur til að teljast helsti valkosturinn við Katrínu á kjördag. 

Vill færa sig um eitt sætiKatrín Jakobsdóttir sat ríkisráðsfundi sem forsætisráðherra frá 2017 og þangað til snemma í apríl. Nú vill hún færa sig um eitt sæti á þeim fundum og setjast í stólinn sem Guðni Th. Jóhannesson hefur setið í frá 2016.

Kannanir benda enda til þess að Katrín, sem mælist óvinsæl hjá þeim sem styðja hana ekki, eigi ekki mikið fylgi inni á meðan að hin þrjú geta öll vænst þess að stór hluti kjósenda geti hugsað sér að færa atkvæði sitt yfir á þau. 

Hvað er kosningaspáin?

Kosningaspá Heimildarinnar er unnin í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson. Hann hefur keyrt kosningaspálíkan sem hann smíðaði fyrir fyrirrennara Heimildarinnar í öllum kosningum sem fram hafa farið á Íslandi síðastliðinn áratug, og mun gera það í aðdraganda forsetakosninganna einnig. 

Líkanið miðar að því að setja upplýsingar sem skoðanakannanir veita í samhengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar reglu­lega í Heimildinni, jafnt á prenti og vef, í aðdrag­anda kosn­inga.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár