Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ákvað nýverið að að falla frá fyrri áformum um uppbyggingu og viðhald á húsnæði grunnskóla í Laugardalnum, en áformin höfðu verið samþykkt eftir ítarlegt samráðsferli við hagaðila í hverfinu. Sú sviðsmynd gerði ráð fyrir því að reisa viðbyggingar og ráðast í viðhaldsframkvæmdir við þrjá grunnskóla: Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla.
Tveimur árum eftir að samráðinu lauk tók borgin hins vegar U-beygju í málinu og hefur nú samþykkt að reisa nýjan unglingasafnskóla í Laugardalnum, sem muni þjónusta nemendur frá skólasvæði sem nær yfir Laugarnesskóla, Laugalækjaskóla og Langholtsskóla, ásamt nemendum sem búa á uppbyggingarreitum við Grensásveg, á Orkureitnum og í Skeifunni. Þá var sömuleiðis gert ráð fyrir því að skólunum þremur verði breytt með þeim hætti að þeir yrðu allir barnaskólar fyrir nemendur í 1. til 7. bekk.
Samhliða þessu tilkynnti borgin að þrjár lóðir kæmu …
Athugasemdir