Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Þróttur ætlar ekki að gefa eftir svæði undir nýjan unglingaskóla í Laugardal

Það log­ar allt í Laug­ar­daln­um eft­ir U-beygju Reykja­vík­ur­borg­ar um fram­tíð skóla­mála í hverf­inu. Fall­ið hef­ur ver­ið frá áform­um um að stækka þrjá grunn­skóla og þess í stað á að byggja nýj­an ung­linga­skóla í Daln­um. Á með­al þeirra lóða sem borg­in skoð­ar að byggja á er lóð sem kall­ast „Þrí­hyrn­ing­ur­inn“ og Þrótt­ur tel­ur sig hafa full yf­ir­ráð. Fé­lag­ið ætl­ar ekki að láta lóð­ina eft­ir.

Þróttur ætlar ekki að gefa eftir svæði undir nýjan unglingaskóla í Laugardal
Ný framtíð Þeir krakkar sem ganga þessa daganna í yngstu bekki Laugarnesskóla hafa hingað til vænst þess að færast upp í Laugarlækjaskóla þegar þeir verða unglingar. Nú hefur orðið breyting á og þau munu að óbreyttu nema í nýjum unglingasafnskóla í Laugardalnum. Mynd: Golli

Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ákvað nýverið að að falla frá fyrri áformum um uppbyggingu og viðhald á húsnæði grunnskóla í Laugardalnum, en áformin höfðu verið samþykkt eftir ítarlegt samráðsferli við hagaðila í hverfinu. Sú sviðsmynd gerði ráð fyrir því að reisa viðbyggingar og ráðast í viðhaldsframkvæmdir við þrjá grunnskóla: Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. 

Tveimur árum eftir að samráðinu lauk tók borgin hins vegar U-beygju í málinu og hefur nú samþykkt að  reisa nýjan unglingasafnskóla í Laugardalnum, sem muni þjónusta nemendur frá skólasvæði sem nær yfir Laugarnesskóla, Laugalækjaskóla og Langholtsskóla, ásamt nemendum sem búa á uppbyggingarreitum við Grensásveg, á Orkureitnum og í Skeifunni. Þá var sömuleiðis gert ráð fyrir því að skólunum þremur verði breytt með þeim hætti að þeir yrðu allir barnaskólar fyrir nemendur í 1. til 7. bekk.  

Samhliða þessu tilkynnti borgin að þrjár lóðir kæmu …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár