Ákvörðun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að falla frá fyrri áformum um uppbyggingu og viðhald á húsnæði grunnskóla í Laugardalnum hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Starfsfólks hverfiskólanna, foreldrar og aðrir íbúar úr Laugardalnum saka borgaryfirvöld um samráðsleysi og blekkingar.
Á síðasta fundi ráðsins sem haldinn var í vikunni var samþykkt að reisa nýjan unglingaskóla í Laugardalnum, sem muni þjónusta nemendur frá skólasvæði sem nær yfir Laugarnesskóla, Laugalækjaskóla og Langholtsskóla, ásamt nemendum sem búa á uppbyggingarreitum við Grensásveg, á Orkureitnum og í Skeifunni. Þá var sömuleiðis gert ráð fyrir því að skólunum þremur verði breytt með þeim hætti að þeir yrðu allir barnaskólar fyrir nemendur í 1. til 7. bekk.
Sviðsmyndin sem samþykkt var á fundinum er gjörólík þeirri stefnu sem lá fyrir áður. En sú sviðsmynd gerði ráð fyrir því að reisa viðbyggingar og ráðast í viðhaldsframkvæmdir við skólanna þrjá. Þeir myndu annars halda sér í óbreyttri mynd.
Athugasemdir