Borgin sökuð um ráðríki og samráðsleysi gagnvart íbúum í Laugardal
Framtíðin Samkvæmt nýjum áformum Reykjavíkurborgar mega krakkarnir í yngstu bekkjum Laugarnesskóla búast við að þeir fari í nýjan safnskóla þegar þeir færast á unglingastig. Í dag færu þeir í Laugalækjaskóla, sem er steinsnar frá Laugarnesskólanum. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Borgin sökuð um ráðríki og samráðsleysi gagnvart íbúum í Laugardal

Ákvörð­un Reykja­vík­ur­borg­ar um að falla frá áform­um um við­hald og upp­bygg­ingu á við­bygg­ing­um við grunn­skóla í Laug­ar­daln­um hef­ur vak­ið hörð við­brögð með­al margra sem koma að mál­inu sem saka borg­ar­yf­ir­völd um svik og sýnd­ar­mennsku. Nú til að reisa nýj­an skóla sem mun þjón­usta nem­end­ur á ung­linga­stigi frá skól­un­um þrem­ur.

Ákvörðun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að falla frá fyrri áformum um uppbyggingu og viðhald á húsnæði grunnskóla í Laugardalnum hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Starfsfólks hverfiskólanna, foreldrar og aðrir íbúar úr Laugardalnum saka borgaryfirvöld um samráðsleysi og blekkingar. 

Á síðasta fundi ráðsins sem haldinn var í vikunni var samþykkt að reisa nýjan unglingaskóla í Laugardalnum, sem muni þjónusta nemendur frá skólasvæði sem nær yfir Laugarnesskóla, Laugalækjaskóla og Langholtsskóla, ásamt nemendum sem búa á uppbyggingarreitum við Grensásveg, á Orkureitnum og í Skeifunni. Þá var sömuleiðis gert ráð fyrir því að skólunum þremur verði breytt með þeim hætti að þeir yrðu allir barnaskólar fyrir nemendur í 1. til 7. bekk.  

Sviðsmyndin sem samþykkt var á fundinum er gjörólík þeirri stefnu sem lá fyrir áður. En sú sviðsmynd gerði ráð fyrir því að reisa viðbyggingar og ráðast í viðhaldsframkvæmdir við skólanna þrjá. Þeir myndu annars halda sér í óbreyttri mynd. 

Segir …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár