Á göngu um Hornstrandir í júlímánuði árið 2022 brá nokkrum konum í brún. Aðeins ári áður höfðu Hreinni Hornstrandir og Seiglurnar fært rúm sex tonn af plasti úr þremur víkum á svæðinu. Samt var í fjörunum að finna feikn af marglitu plasti sem mátti að nánast öllu leyti rekja til sjávarútvegs. Þarna voru línur, grænbláar netadræsur, gular og appelsínugular netakúlur úr þykku plasti.
„Við vorum bara að labba og njóta en þegar við litum niður vorum við bara að vaða plast,“ segir ein kvennanna – Bjarney Lúðvíksdóttir kvikmyndagerðarkona. „Þetta var svo á skjön við allt saman sem Hornstrandir standa fyrir að það var eiginlega alveg skelfilegt.“
„Það blasti svo við hvað hafði gerst á bara einu ári,“ segir önnur kvennanna – Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir. „Ég var undrandi yfir vanhugsun og virðingarleysi okkar Íslendinga því þetta var íslenskt rusl.“
En í stað þess að halda áfram göngunni vonsviknar með …
Athugasemdir (1)