Ætla má að þeir borgarfulltrúar sem fögnuðu sem ákafast í Ráðhúsinu í Malmö þann 7. júlí á síðasta ári, þegar tilkynnt var að borgin hefði verið valin til að halda Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision 2024, séu nú farnir að ókyrrast. Mótmæli vegna árásar Ísraelshers á Palestínumenn veldur þar mestu. Í ofanálag er í Svíþjóð hátt viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar sem er tilkomið vegna opinberra Kóranbrenna í Svíþjóð. Strangt öryggiseftirlit á því eftir að setja svip sinn á hátíðina.
Liðsauki lögreglu frá Noregi og Danmörku
Viðbúnaðarstig lögreglu hefur verið aukið. Á meðan að á rúmlega vikulangri Eurovisionhátíð stendur verða lögreglumenn sýnilegir um alla borg, sumir þungvopnaðir, berandi sjálfvirk skotfæri. Vegna umfangsins hefur sænska lögreglan samið við lögregluembætti í Danmörku og Noregi um að senda liðsauka frá þessum nágrannalöndum. Þá verður vopnaleit á gestum algeng þar sem fólk safnast saman og í anddyrum hótela. Auk þess verða götulokanir víða um borgina. Bráðamóttökur sjúkrahúsa …
Reyndar er ég að hugsa, hvaða öfl kýnda undir þetta ósætti í okkar samfélagi. Ég meina, að fólk láti sig varða mannréttindi er bara jákvætt, en það er svo mikil heift og skautun núna. Gagnkvæma ofbeldið milli Araba og Israelsmanna er ekki nýtt af nálinni en aldrei áður hef ég upplifað að einhver atburður þarna fyrir botni Miðjarðarhafs hafði slík áhrif á okkar samfélag.