Rúmlega 30 íbúðir eru enn í boði hjá hinum óhagnaðardrifnu leigufélögum Bríeti og Bjargi og dreifast þær um suðvesturhorn landsins. Jafnframt eru að jafnaði um 200 íbúðir í boði fyrir Grindvíkinga á Leigutorgi. „Þá er búist við því að stór hópur Grindvíkinga kjósi að selja íbúðarhús sín Þórkötlu, nýju fasteignafélagi á vegum ríkisins, og nýta eigið fé og húsnæðislán til að kaupa eða byggja annað heimili. Við það losnar frekar um húsnæði hjá Bríeti og Bjargi. Það þarf því að meta það sérstaklega hvort þörf er á frekari kaupum á húsnæði að svo komnu máli.“
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar um húsnæðismál Grindvíkinga. Heimildin spurði sérstaklega út í það hvort ríkið væri að skoða kaup á einingahúsum fyrir Grindvíkinga, líkt og gert var fyrir Eyjamenn í kjölfar eldgossins í Heimaey fyrir hálfri …
Athugasemdir