Einkarekna hjúkrunarheimilið Sóltún fékk tæplega 20 milljarða króna greiðslur frá íslenska ríkinu á árunum 2009 til 2022. Um er að ræða greiðslu daggjalda til Sóltúns vegna sjúkratryggðra einstaklinga sem búið hafa á hjúkrunarheimilinu á umræddu tímabili.
Greiðslurnar frá ríkinu eru langstærsti hluti tekna Sóltúns en íbúar hjúkrunarheimilisins greiða einnig aukalega til fyrirtækisins í sumum tilfellum. Umræddar greiðslur til Sóltúns, eða móðurfélags þess, Öldungs ehf., koma fram í ríkisreikningum áranna 2009 til 2022 og sendi heilbrigðisráðuneytið Heimildinni upplýsingar um þær að beiðni blaðsins.
Um fjármögnun Sóltúns segir í ársreikningi félagsins: „Öldungur hf. rekur hjúkrunarheimilið Sóltún samkvæmt þjónustusamningi við ríkið og byggir rekstur félagsins á daggjöldum og öðrum framlögum frá Sjúkratryggingum Íslands.“
„Ég er ekki tilbúinn til þess að tjá mig um þetta að svo stöddu.“
Kaupverðið hefur aldrei verið gefið upp
Stærstu hluthafar Sóltúns, þeir Þórir Kjartansson og Arnar Þórisson, …
Veit þetta fólk að framsóknarflokknum er alveg sama um sjúklinga og gamalt fólk ?
Eina sem framsóknarflokkurinn vill er að einkavinavæða allt heilbrigðiskerfið og búa til ,,aumingja kerfi" fyrir sjúkt og gamalt fólk á Íslandi ?
Munið það í næstu kosningum að framsóknarflokkurinn er versti óvinur með sjálfstæðisflokknum í stjórn ?