Kjarasamningarnir sem undirritaðir voru fyrir rúmri viku eru um margt einstakir í Íslandssögunni. Yfirlýst markmið þeirra er að skapa grundvöll til þess að ná niður verðbólgu og vöxtum sem hafa tætt niður ráðstöfunartekjur heimila ársfjórðung eftir ársfjórðung vegna þess að vaxtakostnaður þeirra hefur rokið upp um tugi prósenta og verðlag hækkað á sama tíma, og lamað mörg fyrirtæki sem hafa orðið fyrir sömu áhrifum. Hér var til staðar vítahringur sem þurfti að rjúfa. Þegar litið var til kjarabaráttu undanfarinna ára, og þeirra áherslna sem hafa verið ráðandi í velferðaráherslum sitjandi ríkisstjórnar, var fátt sem benti til þess að til staðar væri vegur að því markmiði. Hann reyndist þó vera til.
„Sjaldan hefur íslenskur forsætisráðherra þurft jafn ríkulega á stefnumálasigri að halda og Katrín Jakobsdóttir í byrjun mars 2024.“
Til að komast á hann þurftu margir aðilar að breyta sinni aðferðafræði. Forystufólk stéttarfélaganna þurftu að hætta að eyða of mikilli orku …
Athugasemdir (2)