Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Vestfirsk verslunarferð

Það hafði lít­il sem eng­in áhrif á mat­ar­inn­kaup Ís­firð­inga þótt raf­magns­laust yrði síð­deg­is á fimmtu­dag fyr­ir viku. Raf­magnstrufl­an­ir og jafn­vel raf­magns­leysi er ekki eitt­hvað sem Vest­firð­ing­ar kippa sér sér­stak­lega upp við. Þús­und­ir lítra af olíu eru brennd­ir ár­lega til að bæta upp fyr­ir óstöð­ugt raf­magn.

Rétt fyrir klukkan hálf fimm síðdegis fimmtudaginn 22. þessa mánaðar voru vel á þriðja tug heimamanna að versla inn í Nettó-versluninni við Hafnarstræti á Ísafirði. Sumir eflaust að sæta lagi og gera helgarinnkaupin snemma, en aðrir að ná sér í efnivið í kvöldmat áður en bærinn sjálfur yrði illfær vegna yfirstandandi vetrarlægðar. Skyndilega varð allt svart, fyrir utan litla birtu af rafhlöðudrifnum öryggisljósum.

Og þótt tónlistin sem venjulega hljómar í bakgrunni slíkra verslana væri þögnuð vegna útsláttarins, var ekki fyllt upp í þá þögn með andköfum eða geðshræringu. Ljóstírur frá vasaljósum farsíma kviknuðu um alla verslunina og viðskiptavinir sem voru að koma tóku sér innkaupakerrur og gerðu sig líklega til að byrja að tína ofan í þær eftir að hafa seilst eftir símum sínum.

Næstu tíu mínúturnar héldu menn og konur svo áfram að sinna erindum sínum, teygja sig eftir mjólk, brauði og kjötmeti með annarri hendi með upplýstan …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár