Fjárfestingafélag í eigu Þorsteins Más Baldvinsson, forstjóra Samherja, og Helgu S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, hagnaðist um 11,7 milljarða króna á árinu 2022. Félagið, 600 eignarhaldsfélag ehf., á eignir sem metnar eru á 36 milljarða króna en er nánast skuldlaust. Eina skuld þess er 1,6 milljónir króna skuld við tengdan aðila.
Eigið fé hjónanna fyrrverandi inni í félaginu var því 36 milljarðar króna fyrir 14 mánuðum síðan.
Það eru alls ekki einu eignir þeirra. 600 eignarhaldsfélag á systurfélag, Eignarhaldsfélagið Stein, sem er líka í eigu Þorsteins Más og Helgu. Eigið fé þess félags í lok árs 2022 var 35,4 milljarðar króna. Samtals áttu hjónin fyrrverandi því rúmlega 71 milljarð króna í hreinni eign í þessum tveimur félögum í lok umrædds árs.
Um er að ræða fé sem er afrakstur eignarhalds Þorsteins Más og Helgu í Samherjasamstæðunni, en henni …
Er einhver stafur sem segið að þó svo að kvóta sé útdeild, þá skuli það vara endanlegt?
Er ekki í lögum að auðlind innan lögsögu Íslands sé þjóðarinnar??
Eða er hér um að ræða auða lind fyrir samfélagið?
Er það svo að kvótahafar stjórna þjóðinni?