Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
Grindvíkingum verður brátt heimilt að snúa aftur. Lögreglustjóri Suðurlands mælir þó ekki með því, enn sé varasamt að fara um bæinn Mynd: Golli

Frá og með morgundeginum verður íbúum Grindavíkur heimilt að snúa aftur til bæjarins og dvelja þar allan sólarhringinn. Í nýlegri tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að ákvörðunin sé tekin eftir að ríkislögreglustjóri féll frá fyrirmælum um brottflutning úr Grindavík sem hefur verið í gildi síðan 15. janúar.

Þrátt fyrir að Grindvíkingum sé nú heimilt að snúa aftur til bæjarins og dvelja þar næturlangt mælir lögreglustjóri ekki með því. Hann beinir þeim ráðlegginum sérstaklega til fjölskyldna með ung börn.

Í tilkynningunni segir að „innviðir bæjarins eru í lamasessi,“ og að einstaklingar sem þangað fara beri „ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi“.  

Engir skólar eru starfræktir í bænum. Stofnlögn heitavatns til bæjarins er skemmd og ekkert kalt vatn rennur til bæjarins. Jarðsprungur er víða um bæinn og varað er við því að sprungur geti skyndilega opnast án fyrirvara. 

Jarðskoðun ekki lokið

Þá er enn talin talsverð hætta af jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum. Fólk sem hyggst fara í bæinn er hvatt til þess að halda sig við gangstéttir og götur bæjarins. Er því bent á að forðast lóðir og önnur opin svæði sem hafa enn ekki verið skoðuð og kortlögð nægilega vel með tilliti til hættu. 

Í tilkynningu Almannavarna í gær segir að niðustaða áhættumats almannavaradeildar vegna sprunguhættu sé ásættanleg fyrir þá sem hyggjast dvelja eða starfa í Grindavík. Byggir matið á mótvægisaðgerðum sem gripið hefur verið til og jarðskoðun í Grindavík.

Enn er þó verið að kanna jarðaveginn. Ferlinu er skipt í þrjá fasa, samkvæmt tilkynningu Almannavarna. Í fyrstu tveimur fösunum er áhersla lögð á jarðkönnun á götum og vegum bæjarins. Í fasa þrjú er framkvæmd heildræn jarðkönnun á bænum, sem nær yfir öll opin svæði.

Í tilkynningu Almannavarna segir að gert sé ráð fyrir að ljúka fasa eitt og tvö fyrir miðjan mars. Vinna við lokafasa jarðkönnunar hefst þó ekki fyrr en í vor þegar snjó fer að leysa.    

Landris heldur áfram í Svartsengi

Í tilkynningunni eru einnig minnt á að land rís í Svartsengi. Aðstæður innan og utan hættusvæðis geti breyst með litlum fyrirvara. En búið er að koma fyrir almannavarnarlúðrum í Grindavík, Bláa lóninu og orkverinu í Svartsengi.

Grindvíkingar og aðrir sem starfa í bænum þurfa að notast við þar til gerða QR-kóða sem gefnir hafa verið út, en þeir gilda nú í lengri tíma en áður.

Að lokum upplýsir lögreglustjóri Suðurnesja að dregið hafi verið úr viðveru viðbragsaðila í Grindavík. Hins vegar muni lögregla sinna lögbundnu eftirliti í bænum eins og verið hefur.

Lokunarpóstar verða áfram á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandavegi. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.
Ríkið kaupir íbúðarhúsnæði Grindvíkinga á 61 milljarð króna
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Rík­ið kaup­ir íbúð­ar­hús­næði Grind­vík­inga á 61 millj­arð króna

Rík­is­stjórn­in hef­ur kom­ið sér sam­an um frum­varp sem kveð­ur á um að rík­is­sjóð­ur muni bjóð­ast til þess að kaupa íbúð­ar­hús­næði Grind­vík­inga og taka yf­ir íbúð­ar­lán sem á þeim hvíla. Til­kynnt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins að frum­varp­ið hafi ver­ið sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar fundi í dag og birt í sam­ráðs­gátt. Kostn­að­ur að­gerð­ar­inn­ar er met­inn á 61 millj­arð króna. Sér­stakt fé­lag verð­ur stofn­að til að ann­ast fram­kvæmd­ina.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár