Til þess að palestínskar fjölskyldur sem eiga ættingja á Íslandi eigi svo mikið sem möguleika á því að komast af svæðinu og til feðra sinna, mæðra eða barna, þurfa þær að fá samþykkta fjölskyldusameiningu frá Útlendingastofnun. Því ferli hefur verið flýtt og 128 palestínskir ríkisborgarar sem eiga hér dvalarleyfi eru enn fastir á Gaza.
En sumir, eins og Mohammed Alsaq – palestínskur fimm barna faðir sem er með stöðu flóttamanns hér á landi, hafa ekki einu sinni fengið samþykki fyrir sameiningu, þrátt fyrir að eiga ung börn sem búa í tjöldum eða á götunni á Gazasvæðinu, hrædd um að þau geti orðið fyrir ísraelskri sprengju á hverri stundu. Það þýðir að börnin hans fimm og eiginkona eru ekki einu sinni á lista sjálfboðaliða sem hafa farið til Kaíró til þess að reyna að koma fólkinu út af Gaza. Listann eru einnig íslenskir diplómatar með sem eru staddir úti á vegum …
Athugasemdir