Helen Sheptytska og Mykola Kravets voru á brúðkaupsferðalagi í Tyrklandi þegar Rússar hófu að ráðast á heimaland þeirra, Úkraínu, í febrúar 2022. Þau höfðu átt bókaðan miða heim í mars en ekkert varð úr því.
Í áfalli fór Helen, sem er menntaður hönnuður, að senda tölvupósta á listaresedensíur og bæjarfélög víða um heim. Hún fékk bara eitt svar: Frá Grundarfirði. Með síðustu krónunum sem þau áttu tiltækar keyptu þau sér flug til Íslands.
Á Grundarfirði hafa hjónin nýbökuðu dvalið síðan og ýmist starfað þar eða á Rifi en nú eru þau áhyggjufull yfir því að tímabundin vernd sem þau, eins og á fjórða þúsund annarra Úkraínumanna fengu, sé við það að renna út, nánar tiltekið í byrjun maí.
Dómsmálaráðuneytið hefur ekki framlengt 44. grein útlendingalaga um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta í kjölfar innrásar Rússlands en stefnir á að gera það „á næstunni“. Greinin var fyrst virkjuð þann 4. mars árið …
Athugasemdir (2)