Eftir síðustu kosningar þá voru stjórnarflokkarnir þrír: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn þrír stærstu flokkar landsins. Þeir fengu 54,4 prósent atkvæða og samanlagt 37 þingmenn kjörna. Stuttu síðar bættist einn við meirihlutann þegar Birgir Þórarinsson hætti í Miðflokknum, sem hann hafði verið kjörinn á þing fyrir, og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Staðan var því heldur vænleg fyrir stjórnarflokkanna þrjá þegar þeir lögðu upp í aðra siglingu sína, enda deildu fimm stjórnarandstöðuflokkar með sér samanlagt einungis 25 þingmönnum. Enginn þeirra hafði náð tveggja stafa tölu í fylgi. Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mældist 62,2 prósent í upphafi annars kjörtímabils hennar.
Í dag, rúmum 28 mánuðum síðar, er staðan gjörbreytt. Ef kosið yrði í dag, og niðurstaðan yrði í samræmi við nýjustu könnun Gallup, þá myndu stjórnarflokkarnir þrír fá 32,1 prósent atkvæða og vera búnir að tapa 22,3 prósentustigum.

Vinstri græn yrðu minnsti flokkurinn sem næði inn á þing með …
Nú lítur út fyrir að hægri-fasismi sé kominn í tísku á skerinu. Það er ógnvænlegt en þó vissulega fyrirsjáanegt.