Sér manninn sinn í augum dætranna
Tatiyana og yngri dóttir hennar Solomiya. Mynd: Óskar Hallgrímsson
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Sér manninn sinn í augum dætranna

Úkraínsk­ur góð­gerð­ar­sjóð­ur fyr­ir börn sem hafa misst for­eldri í stríð­inu í Úkraínu er sem stend­ur að að­stoða næst­um 7.500 manns. Kona sem missti mann­inn sinn, og föð­ur barna sinna, í stríð­inu sá aug­lýs­ingu um sjóð­inn á Instra­gram og seg­ir hann frá­bær­an.

Barnahetjur, eða Children heroes á ensku, er úkraínskur góðgerðarsjóður sem skuldbindur sig til að veita langtímaaðstoð til barna sem hafa misst annað eða báða foreldra í stríðinu í Úkraínu. Sjóðurinn veitir börnunum og fjölskyldum þeirra alhliða aðstoð þar til börnin verða 18 ára. Þar má nefna alla mannúðar- og neyðaraðstoð, sálfræðiþjónustu og meðferð, lögfræðiaðstoð, tryggða menntun og útvegun á mat, hlýjum fatnaði og húsaskjól. Með það að markmiði að styrkja börn og foreldra til að sigrast á mótlæti, endurbyggja líf sitt og skapa bjartari framtíð fyrir sig og Úkraínu.

Kateryna Pozinenko er ein af stofnendum sjóðsins. Hún er upprunalega frá borginni Avdiivka í austurhluta landsins sem töluvert hefur verið í fjölmiðlum upp á síðkastið. Þar hafa geisað harðir bardagar síðan í október og talið er að um 13 þúsund Rússar hafi fallið eða slasast alvarlega á rúmlega þremur mánuðum síðan áhlaup þeirra hófst á borgina. Margur lesandinn mun kannast við …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár