Þriðja hæð rauða hússins í Skeifunni, þar sem tungumálaskólinn Dósaverksmiðjan er til húsa, ilmar af engifer og karríi, ráðandi brögðum í kjúklingabaunasúpu sem er alveg að verða tilbúin. Í ofnum eru alíslensk bananabrauð með klassískum vanilluís úr Bónus. „Mér finnst bananabrauð gott,“ segir Andrey Trofimov frá Úkraínu sem kom hingað til lands eftir að rússneskar hersveitir fóru að ráðast á heimaland hans. „En ís meira gott,“ bætir Andrey við kíminn.
Hann er einn af fjölmörgum nemendum Dósaverksmiðjunnar sem læra íslensku án þess að nota millimál, það er að segja annað tungumál eins og ensku, í kennslunni. Skólinn er óvenjulegur fyrir þær sakir að notast er við ýmsar lifandi aðferðir til þess að læra – til dæmis eldamennsku, heimsóknir á söfn og spil.
„Þegar ég neita kategorískt að tala ensku kemur í ljós að mjög margir geta tjáð sig á íslensku“
Athugasemdir (2)