Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Íslenskumælandi elíta gæti orðið til

Ef ís­lenskt sam­fé­lag fer ekki að leggja meira í að kenna inn­flytj­end­um ís­lensku mun stétta­skipt­ing aukast, lýð­ræð­inu vera ógn­að og tungu­mál­ið mun að lok­um logn­ast út af, að mati fag­fólks í grein­inni. Um 18% þjóð­ar­inn­ar eru inn­flytj­end­ur og ein­ung­is fimmt­ung­ur þeirra tel­ur sig hafa góða ís­lensku­færni.

Íslenskumælandi elíta gæti orðið til
Einbeitt Frá bakstri í Dósaverksmiðjunni. Þar læra nemendur íslenskuna með ýmsum leiðum, meðal annars matargerð. Mynd: Golli

Þriðja hæð rauða hússins í Skeifunni, þar sem tungumálaskólinn Dósaverksmiðjan er til húsa, ilmar af engifer og karríi, ráðandi brögðum í kjúklingabaunasúpu sem er alveg að verða tilbúin. Í ofnum eru alíslensk bananabrauð með klassískum vanilluís úr Bónus. „Mér finnst bananabrauð gott,“ segir Andrey Trofimov frá Úkraínu sem kom hingað til lands eftir að rússneskar hersveitir fóru að ráðast á heimaland hans. „En ís meira gott,“ bætir Andrey við kíminn. 

Hann er einn af fjölmörgum nemendum Dósaverksmiðjunnar sem læra íslensku án þess að nota millimál, það er að segja annað tungumál eins og ensku, í kennslunni. Skólinn er óvenjulegur fyrir þær sakir að notast er við ýmsar lifandi aðferðir til þess að læra – til dæmis eldamennsku, heimsóknir á söfn og spil.

„Þegar ég neita kategorískt að tala ensku kemur í ljós að mjög margir geta tjáð sig á íslensku“
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson
aðjúnkt við HÍ og einn af upphafsmönnum …
Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PH
    Pétur Hilmarsson skrifaði
    Atvinnulífið er að flytja inn í stórum mæli fátækt fólk (í íslenskum samanburði) til að starfa í láglaunastörfum í einu dýrasta landi í heimi þar sem ríkir húsnæðisskortur. Að sjálfsögðu hefur þetta nú þegar leitt til aukinnar stéttskiptingar, íslensku kunnátta breytir þar litlu. Heimsvæðingin (EES samningurinn) hefur líka greitt leið erlendra fjárfesta til landsins. Stærsti landeigandi á Íslandi er útlendingur og mikið af nýtingu auðlinda í fjörðjum landsins er í höndum útlendinga þ.a. elítan verður ekki bara íslensku mælandi. Hitt er svo annað mál, hver framtíð íslenskrar tungu, menningar og samfélags verður þegar sífellt stækkandi hluti er ekki mælandi á íslensku og hefur ekki sömu tengsl við landið og samfélagið eins og frumbyggjar þess.
    0
  • SÍF
    Sveinn í Felli skrifaði
    Góð yfirferð um mikilvæg mál. Alltaf gott að losna við óþarfa milliliði, hún er nú ekki alltaf góð, viðeigandi eða rétt þessi enska sem verið er að bjóða útlendingum uppá.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár