Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Einkavæðing elliheimilanna: 3,8 milljarðar fóru út úr Sóltúni

Árs­reikn­ing­ar einka­rek­inna hjúkr­un­ar­heim­ila sem eru starf­andi á Ís­landi sýna hversu arð­bær slík­ur rekst­ur, sem byggð­ur er á samn­ing­um við ís­lenska rík­ið, get­ur ver­ið. Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra vill auka að­komu einka­að­ila að hjúkr­un­ar­heim­il­um en Al­þýðu­sam­band Ís­lands seg­ir spor­in hræða og að einka­væð­ing komi nið­ur á þjón­ust­unni við fólk.

Einkavæðing elliheimilanna: 3,8 milljarðar fóru út úr Sóltúni
Nýr en gamalkunnur einkavæðingartónn Teitur Guðmundsson, Þórir Kjartansson og Arnar Þórisson eru í forsvari fyrir tvö fyrirtæki sem reka einkarekin hjúkrunarheimili hér á landi. Heilbrigðisráðuneytið vill aukna aðkomu einkafyrirtækja að byggingu hjúkrunarheimila.

Tvö einkarekin hjúkrunarheimili á Akureyri, Hlíð og Lögmannshlíð, voru með rúmlega 3,2 milljarða króna tekjur árið 2022 og skiluðu tæplega 54 milljóna króna hagnaði á árinu. Fyrirtækin eru í eigu sömu aðila og eiga einkarekna heilbrigðisfyrirtækið Heilsuvernd sem einnig hyggur á opnun heilsugæslustöðvar á Akureyri og hefur tryggt sér starfskrafta að minnsta kosti fjögurra lækna í bænum. Athygli vekur að tekjur félagsins jukust um rúmlega 1 milljarð króna á milli ára, frá 2021 til 2022.

„Í grunninn snýst þetta um að það er búið að búa til skort á hjúkrunarrýmum sem einkavæðingunni er ætlað að laga“
Steinunn Bragadóttir,
hagfræðingur hjá ASÍ

Teitur Guðmundsson læknir er framkvæmdastjóri Heilsuverndar og tengdra félaga og andlit þess út á við. Eiginkona hans, Lilja Þórey Guðmundsdóttir, er skráður meirihlutaeigandi í þessum fyrirtækjum með 60 prósenta hlut á móti 40 prósenta hlut Sturlu Björns …

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Hreinræktaðir bofar og ættu að skammast sin og lata sig hverfa ur politik og einkaumsvifum.
    Willum er natturulega KR INGUR OG ÆTTI AÐ ÞEKKJA MJÖG VAFASAMAN REKSTUR ÞESS
    FELAGS I TUGI ARA.

    BURT BURT MEÐ YKKUR .
    0
  • Agnes Agnarsdóttir skrifaði
    Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með einkavæðingu heilbrigðiskerfisins
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Willum Þór og Bjarni Ben og co hafa troðið eyrnatöppum í eyrun og heyra ekki viðvörunarorð, hvað þá að læra af reynslu annarra þjóða um að einkareksturinn skerðir þjónustu til að draga meiri arð út úr þessum rekstrafélögum, sem note bene almenningur borgar að fullu, hvað réttlætir þessa aðferðarfræði annað en GRÆÐGI eiganda rekstrafélaganna, afhverju er þetta ekki stoppað ? Kannski verða Willum og Bjarni ráðnir forstjórar þessara fyrirtækja eftir næstu kosningar eða eru umslög með peningum sett á borðið ? Hvorugur þessara drengja Willum Þór eða Bjarni eru svo vitskertir að þeir sjái ekki brjálið sem felst í því að nota sameiginlega sjóði landsmanna í þessa blóðmjólkun á sameiginlegum sjóðum, það er ekki af ástæðulausu að nýjustu heilsugæslustöðvunum (rekstrafélögunum) er bannað að greiða út arðgreiðslur. Að sjálfsögðu eiga hjúkrunarheimilin að vera rekin af ríki og bæ og eldriborgurum tryggð 100% þjónusta fyrir framlag sitt til samfélagsinns í 50-60ár.
    1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    EINKAVÆÐA ALLAN ARÐ OG RÍKISVÆÐA TÖP. ÞAÐ vilja íslenskir kjósendur, fara svo að grenja þegar þeir fatta hvað þeir eru heimskir
    7
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Svo er eftir spurningin hvert útgreiddi arðurinn fer. Verður hann eftir hér á landi og hjálpar að knýja efnahagshjólið - eða fer hann út úr okkar hagkerfi til útlanda? Í síðara tilviki skerðir það skatttekjurnar hins opinbera.
    2
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    xB og xD mafíurnar með sín framtíðarplön, nú á að græða á aumingjunum og mjólka ríkið.
    5
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hryggileg framkoma ríkisins að heilbrigðismálum.
    6
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,Árs­reikn­ing­ar einka­rek­inna hjúkr­un­ar­heim­ila sem eru starf­andi á Ís­landi sýna hversu arð­bær slík­ur rekst­ur, sem byggð­ur er á samn­ing­um við ís­lenska rík­ið, get­ur ver­ið. Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra vill auka að­komu einka­að­ila að hjúkr­un­ar­heim­il­um "

    Hvers vegna fer framsóknarflokkurinn ekki fram með einkavinavæðingu heilbrigðiskerfisins í næstu kosningum ?

    Við hvað er framsóknarflokkurinn svona hræddur ?
    Jú, að þurrkast út ?
    5
  • KB
    Kristinn Björnsson skrifaði
    Nýleg umræða frá Bretlandi sýnir að dánartíðni á einkareknum hjúkrunarheimilum er hærri en hjá ríki eða sveitafélögum. Ástæðan er niðurskurður á þjónustu t.d. minni lyfjagjöf.
    Þessi þreskivél einkavæðingar virðist óstöðvandi, enda knúin áfram af græðgi.
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár