Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Bensínverð hækkaði vegna aukinnar álagningar ríkissjóðs

Þær hækk­an­ir sem urðu á gjöld­um sem rík­is­sjóð­ur rukk­ar eig­end­ur bens­ín­bíla eru und­ir­stað­an í þeirri hækk­un á lítra­verði sem varð milli mán­aða. Álagn­ing olíu­fé­laga hækk­ar líka en verð­ið sem þau greiða eina birgja sín­um hef­ur hins veg­ar far­ið lækk­andi.


Bensínverð hækkaði um 3,2 krónur frá miðjum desembermánuði og fram á miðjan þennan mánuð og viðmiðunarverðið þá var 313,10 krónur á hvern seldan lítra. Stærsta ástæða þess er sú að sá hlutur sem fellur íslenska ríkinu í skaut vegna ýmissa gjalda hækkaði umtalsvert um síðustu áramót. Fyrir vikið fer 160,3 krónur af hverjum seldum lítra í ríkissjóð, eða 51,2 prósent. Ríkið hefur aldrei tekið jafnmargar krónur í sinn hlut af hverjum seldum bensínlítra, samkvæmt útreikningum Bensínvaktar Heimildarinnar.

Viðmiðunarverðið miðar við næstlægstu verðtölu hverju sinni til að forðast áhrif tíma­bund­innar verð­sam­keppni á allra lægsta verð. Við­mið­un­ar­verðið er þó með lægsta verði og sýnir þar með lægri hlut olíu­fé­lags­ins en reikna má með að raunin sé með­al­talið af öllu seldu bens­íni á land­inu.

Hlutur rík­­­­­­­is­ins í hverjum seldum bens­ín­lítra sam­anstendur af virð­is­auka­skatti, almennu og sér­­­­­­­­­­­­­stöku bens­ín­gjaldi og kolefn­is­gjaldi. Alls er virðisaukahlutfallið sem leggst á bensínlítrann 19,35 prósent, almenna bensíngjaldið hækkaði úr 32,6 …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SFG
    Sveinn Flóki Guðmundsson skrifaði
    Ánægjulegt að sjá ykkur halda áfram að uppfæra og fjałla um þessa verðrýni á eldsneyti á Íslandi. Mjög fróðlegt að virða fyrir sér skiptinguna svona sjónrænt.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár