Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Skuggar, skilnaður og upprisa

Á und­an­förnu ári hef­ur leik­stjór­innn Þor­leif­ur Örn Arn­ar­son þurft að horf­ast í augu við sjálf­an sig í kjöl­far skiln­að­ar, ná tök­um á líf­inu á ný og rísa upp úr lægð­inni. Hann seg­ir hér frá því hvernig hann hef­ur áð­ur þurft að rísa upp úr erf­ið­um að­stæð­um til að geta blómstr­að.

Skuggar, skilnaður og upprisa
Óbeit á yfirvaldi Þorleifur: Ég týndist. Ákveðin óbeit á yfirvaldi hefur alltaf verið rík í mér og ég er að endurupplifa það gegnum son minn. Mynd:Golli Mynd: Golli

Hann hefur verið klappaður upp. Hann hefur verið púaður niður. Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, sem fyrir nokkrum árum var valinn leikstjóri ársins í Þýskalandi, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann hefur tekist á við mörg af stærstu verkum leikbókmenntanna og um síðustu jól frumsýndi Þjóðleikhúsið uppsetningu hans byggða á Eddukvæðum, Edduna. Leiðin á toppinn var þó ekki vörðuð leiðandi ljósum en unglingsárin, sem einkenndust af stjórnlausri neyslu áfengis og vímuefna, kröfðust djúpstæðrar og óhjákvæmilegrar sjálfskoðunar. Tvítugur lagði hann flöskuna á hilluna. Um leið og hann lokaði á flóttaleiðir neyslunnar opnuðust dyr inn í heim leiklistarinnar þar sem Þorleifur Örn fann sinn samastað.

Mikil umbrot hafa verið í lífi Þorleifs Arnar undanfarin ár en hjónaskilnaður og ADHD-greining leiddu til þess að hann þurfti að takast á við lífið á nýjum forsendum. Þá kom listin sterk til leiks, þar sem hans persónulega endurreisn varð samstíga uppsetningu hans á …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu