Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði í morgun við lagningu þriggja stálstrengja yfir nýja hraunið sem varð til eftir eldgosið fyrir viku síðan. Ljósmyndari Heimildarinnar var með í för og myndaði verkið.
Björn Brekkan Björnsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, segir að tilgangurinn með lagningunni sé að koma rafmagni til Grindavíkur. „Við tókum stálstrengi og drógum þá yfir. Þeir eru þyngri. Það er erfiðara að leggja tog beint niður.“ Strengirnir verða svo festir upp á búkka sitthvoru megin við hraunið áður raflínur verða dregnar á milli.
Aðspurður hvort Landhelgisgæslan hafi áður verið í svona verkefnum segir Björn að þyrlan hafi ekki verið að draga mikið, þótt það hafi komið fyrir áður þegar þyrla Landhelgisgæslunnar dró tildráttartaug frá dráttarbáti sem dró skipið Baldvin Þorsteinsson af strandstað í land árið 2004. Þá var Björn flugmaður hjá Gæslunni og tók þátt í …
Athugasemdir