Umboðsmaður Alþingis birti í gær álit sitt þar sem fram kemur að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi ekki gætt að meðalhófi eða haft nægilega skýra lagastoð þegar hún frestaði upphafi hvalveiða síðastliðið sumar. Með öðrum orðum: hún fór ekki eftir lögum þegar hún tók umrædda ákvörðun. Svandís sagði í samtali við Heimildina að hún tæki niðurstöðu umboðsmanns alvarlega. Í kjölfar hennar ætli hún að beita sér fyrir því að breyta lögunum sem hún braut gegn. „Mér finnst þessar ábendingar umboðsmanns alveg undirstrika það að þetta er ekki nútímaleg löggjöf, frá 1949. Það þarf að uppfæra hana og hún þarf að kallast á við samfélagið og þessar auknu áherslu alls staðar á dýravelferð.“
Aðspurð ætlar Svandís ekki að segja af sér ráðherraembætti þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis hafi komist að umræddri niðurstöðu.
Í Morgunblaðið í dag boðar Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri …
Ég er alfarið á móti hvalveiðum.