Það var augljóst fyrir Guðmundi Brynjólfssyni, höfundi og djákna, að Hillary Clinton fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjana, væri „stríðsglæpamaður stillt upp sem rithöfundi“ þegar hún mætti á Iceland Noir bókmenntahátíðina í boði skipuleggjenda hennar, þegar bókmenntaárið og hvað stóð upp úr því var rætt í Jólabókaboði Heimildarinnar.
Töluvert hefur verið fjallað um komu Hillary á Iceland Noir en í stuttu máli kynnti bókmenntahátíðin „einstakan bókmenntaviðburð í Reykjavík, sunnudaginn 19. Nóvember“ í Eldborgarsal í Hörpu þar sem stofnendur hátíðarinnar, Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir ætluðu að kynna hana á svið þar sem hún myndi ræða skáldsöguna State of Terror eða Ríki Óttans.
Í frétt á Vísi frá 14. september, sagði að Hillary væri „gestur Ragnars og Yrsu á hátíðina“ og haft eftir Yrsu að hátíðin væri ekki lengur lítil glæpasagnahátíð þar sem sérstakur viðburður færi fram að henni lokinni og að miðasala …
Menn geta haft skoðun á Hillary Clinton eins og þeir vilja, en hún hefur ekki verið dæmd fyrir stíðsglæpi og það er óheiðarlegt að öskra á þá sem vilja hlusta á það sem hún hefur að segja.