Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Stríðsglæpamaður fluttur inn og stillt upp sem rithöfundi“

Guð­mund­ur Brynj­ólfs­son seg­ir einn stærsta við­burð bók­mennta árs­ins þann þeg­ar „menn létu svo lít­ið að flytja hérna inn stríðs­glæpa­mann og stilla hon­um upp sem rit­höf­undi“ og átti þá við bók­mennta­há­tíð­ina Ice­land No­ir sem bauð Hillary Cl­int­on til Ís­lands til að ræða bók sína Ríki Ótt­ans.

Það var augljóst fyrir Guðmundi Brynjólfssyni, höfundi og djákna, að Hillary Clinton fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjana, væri „stríðsglæpamaður stillt upp sem rithöfundi“ þegar hún mætti á Iceland Noir bókmenntahátíðina í boði skipuleggjenda hennar, þegar bókmenntaárið og hvað stóð upp úr því var rætt í Jólabókaboði Heimildarinnar. 

Töluvert hefur verið fjallað um komu Hillary á Iceland Noir en í stuttu máli kynnti bókmenntahátíðin „einstakan bókmenntaviðburð í Reykjavík, sunnudaginn 19. Nóvember“ í Eldborgarsal í Hörpu þar sem stofnendur hátíðarinnar, Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir ætluðu að kynna hana á svið þar sem hún myndi ræða skáldsöguna State of Terror eða Ríki Óttans.

Í frétt á Vísi frá 14. september, sagði að Hillary væri „gestur Ragnars og Yrsu á hátíðina“ og haft eftir Yrsu að hátíðin væri ekki lengur lítil glæpasagnahátíð þar sem sérstakur viðburður færi fram að henni lokinni og að miðasala …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Nú er ómenningin komin til Íslands. Rithöfundar sem eiga venjulega virðingu skilið öskra eins og naut án þess að virða skoðanir annara. Auðvitað eru árásir Ísraela á Gasa ofbeldi sem ber að fordæma. En við meigum ekki gleyma að glæpir Hamas sem framdir voru meðal annars 1. október voru viðbjóðslegir og að Ísrael hefur auðvitað rétt á að verja sig. En öll vörn verður að vera innan marka sem stríðsréttur leyfir. Við verðum að geta rætt málin á skynsamlegum nótum þótt tilfinningarnar yfirbugi suma.
    Menn geta haft skoðun á Hillary Clinton eins og þeir vilja, en hún hefur ekki verið dæmd fyrir stíðsglæpi og það er óheiðarlegt að öskra á þá sem vilja hlusta á það sem hún hefur að segja.
    -2
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    "Það hafa hvað 36 börn látist í Úkraínu stríðinu frá upphafi. " Hvernig er hægt að taka fólk sem fer svona frjálslega með staðreyndir alvarlega.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Á þessum tímum stríðshrjáðu tímum eiga handbolta-krakkarnir í stórum viðskiptum við þetta Ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtæki sem lýst hefur yfir sérstökum stuðningi sinum við glæpaverk ríkisstjórnar Ísraels gagnvart stríðshrjáðum almenningi á Gasa til margra áratuga. Þessi stjórnvöld eru einnig að drepa fólk á svo nefndum ,,Vestur-bakka"
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár