Árinu 2023 er senn að ljúka og þegar litið er yfir alþjóðasviðið eru vopnuð átök, efnahagserfiðleikar og náttúruhamfarir meðal því helsta sem stendur upp úr að ári liðnu. Miklar framfarir í tæknilegri getu gervigreindar og árangur í aðgerðum gegn loftslagsmálum eru einnig meðal helstu staksteina ársins, sem og gangur lýðræðisafla víðs vegar um heiminn, bæði upp og niður.
Gereyðing á Gasa
Stríðsátök voru sannarlega einkennandi fyrir árið en Ísrael varð fyrir blóðugri árás Hamas í byrjun október og fór í kjölfarið í heiftarlega sprengjuherferð og innrás á Gasaströndina sem búið hefur til hamfaraástand í mannfalli almennra borgara, eyðileggingu og hruni innviða sem enn sér ekki fyrir endann á. Átökin eru þó aðeins þau nýjustu í langri röð stríða og ófriðar, sem teygja sig allt að 75 ár aftur í tímann, þegar Ísraelsríki var stofnað, og enn lengra aftur þegar horft er til reglulegra átaka milli annarra aðila á svæðinu. Hin …
Athugasemdir