Missti skyndilega allan mátt níu ára
Lá alein á spítala í æsku Einmannaleikinn var allt umlykjandi á meðan að Hrönn lá ein á spítala og sá móður sína aðeins einu sinni á dag. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Missti skyndilega allan mátt níu ára

Níu ára göm­ul missti Hrönn Frið­riks­dótt­ir mátt­inn í lík­am­an­um og lá fyr­ir í marga mán­uði á spít­ala. Einu sinni á dag, klukku­tíma í senn, mátti hún fá móð­ur sína í heim­sókn. Hún er síð­asti ein­stak­ling­ur­inn á Ís­landi sem fékk löm­un­ar­veiki. Nú vinn­ur hún sem spá­mið­ill.

Jólin eru hátíð ljóss og friðar, þar sem fæðingu frelsarans er fagnað, rísandi sól eða einfaldlega hefðum. Trú fólks er mismunandi, á meðan sumir trúa á algildan sannleikann eru aðrir sem trúa á yfirnáttúrulegar verur og handan heima. Hrönn Friðriksdóttir er ein af þeim sem trúir á handan heima og árum saman hefur hún starfað við að spá fyrir fólki og á heimili sínu í Hveragerði. Þangað liggur stöðugur straumur fólks, en hún segir að um sé að ræða fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum þjóðfélagsins. 

Undirrituð hitti hana fyrst fyrir mörgum árum síðan þegar hún var að fara til endurskoðanda síns. Endurskoðunarskrifstofa þessi er að miklu leyti rekin af systkinum og systkinabörnum Hrannar og þar mátti þá sjá nokkrar skrifstofur merktar með nafni og titlinum löggildur endurskoðandi. En svo, allt í einu, var ein skrifstofan merkt spámiðill.

Upp úr þessu gæddi það heimsóknir til endurskoðandans lífi að …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Meira svona💘
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Merkilegt. Ég á frænku sem einnig fékk lömunarveikina. Hún er ótrúlega djúpvitur og svei mér, ef hún er ekki göldrótt líka. Hún talar aldrei um þetta sjálf, en ég hef margoft sagt það við hana. Mannglögg með afbrigðum en vantar alveg hvatvísi.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu