Ríkasta 0,1 prósent landsmanna eignaðist 28 nýja milljarða í fyrra
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Ríkasta 0,1 prósent landsmanna eignaðist 28 nýja milljarða í fyrra

Þær 242 fjöl­skyld­ur lands­ins sem þén­uðu mest í fyrra áttu sam­tals 353 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót og skuld­uðu lít­ið sem ekk­ert. Næst­um þrjár af hverj­um fjór­um krón­um sem hóp­ur­inn þén­ar eru fjár­magn­s­tekj­ur. Eign­ir hans eru van­metn­ar þar sem verð­bréf eru met­in á nafn­virði, ekki á því virði sem hægt væri að selja þau á.

Ríkasta 0,1 prósent landsmanna – hópur sem telur alls 242 heimili – átti alls 353 milljarða króna í eigin fé í lok síðasta árs. Auður hópsins jókst um 28 milljarða króna á árinu 2022. Að meðaltali jókst eigið fé hvers og eins heimilis innan hópsins um tæplega 116 milljónir króna á einu ári. 

Þessi hópur skuldar lítið sem ekkert. Eiginfjárhlutfall hans er 98,4 prósent. Hver fjölskylda innan hópsins átti að meðaltali 1,5 milljarað króna í eignum í lok síðasta árs en skuldaði að meðaltali 23 milljónir króna. Ljóst má vera að sumir innan hópsins eru miklu ríkari en aðrir og því lýsir meðaltalseignin einungis hluta af stöðunni eins og hún er.

Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, sem birt var á vef Alþingis á síðasta degi fyrir þinglok. Þar var spurt hvernig eignir og skuldir heimila landsins skiptust …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár