Kannski það sem þarf: hugrekki!  – Verið að sprengja fólk í tætlur og við ætlum ekki að hafa skoðun á því
Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kannski það sem þarf: hugrekki! – Verið að sprengja fólk í tætlur og við ætlum ekki að hafa skoðun á því

Marg­ir mót­mæla því að RÚV taki þátt í Eurovisi­on ef Ísra­el verð­ur ekki mein­uð þátt­taka. Þjóð­þekkt­ur út­varps­mað­ur, Ólaf­ur Páll Gunn­ars­son, og pró­fess­or í heim­speki, Eyja Mar­grét Jó­hanna Brynj­ars­dótt­ir, ræða hér og rök­styðja af hverju þátt­taka á þeim for­send­um er röng.

Þegar þetta er skrifað liggur fyrir að RÚV muni taka þátt í Eurovison. FTT, stjórn Félags tónskálda og textahöfunda, skorar á útvarpsstjóra að vera ekki með í keppninni nema Ísrael verði meinuð þátttaka.

Ólafur Páll Gunnarsson, þjóðþekktur starfsmaður RÚV, er meðal þeirra sem mótmælt hafa að RÚV taki þátt í keppninni með Ísrael. Hann skrifaði yfirlýsingu þess efnis á Facebook. En hann er fyrst og fremst dæmi um almennan borgara sem hlýddi samvisku sinni, meðvitaður um að það er afstaða að gera ekkert. Að hin venjulega manneskja getur verið sek – ef hún gerir ekkert, eins og Anna Frank skrifaði.

Ólafur Páll, betur þekktur sem Óli Palli, hefur lengi fylgt RÚV. Árið 1991 hóf hann að vinna í sumarafleysingum á tæknideildinni. Sem hljóðmaður, útsendingarmaður á Rás 1. Svo byrjaði hann með lítinn þátt sem hét Vinsældalisti götunnar. Síðan leiddi eitt …

Kjósa
50
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Mig grunar að gerfigreindin hafi ekki hugmyndaflug til að taka þá fáránlegu afstöðu sem raun ber vitni í þessu stríði og eða viðlíka yfirráðum í skjóli fjárhagslegs styrks, eins og dæmin sanna hérna heima, vega þess að þeir sem stjórni eru svo næs í viðmóti og fari í öllu eftir sínum engin reglum. Áróðurinn er ótrúlega sterkur ef hann bara fær sínu framgengt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár