„Fyrir einhvern sem hefur áhuga á fangelsum og refsingum er Ísland afar áhugaverður staður til að heimsækja af því að fangelsin eru svo frábrugðin því sem ég þekki á Bretlandi,“ segir Francis Pakes, prófessor í afbrotafræði við háskólann í Portsmouth á Englandi. Pakes er hollenskur en hefur verið búsettur í Bretlandi síðustu 25 ár. Fangelsi, refsingar og strokufangar eru hans sérsvið innan afbrotafræðinnar.
Pakes hefur rannsakað fangelsi á Íslandi um nokkurra ára skeið. Fyrir fimm árum sat hann inni, sjálfviljugur, í tveimur fangelsum, Sogni og Kvíabryggju, viku í senn, og ræddi við fanga og fangaverði. Hann kom aftur til Íslands í sumar en lét nægja í þetta sinn að heimsækja fangelsin. „Það er frábært að koma hingað aftur og endurnýja þekkinguna, eignast nýja vini og hitta gamla, og finna nýjar leiðir til að rannsaka réttarkerfið á Íslandi,“ segir Pakes í samtali við kollega sinn, Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og prófessor í …
Athugasemdir