Konur eru frekar í hlutastarfi en karlar, bera meiri ábyrgð á umönnun barna eftir að fæðingarorlofi lýkur, sjá frekar um samskipti við skóla og frístund og hafa frekar áhyggjur af verkefnum heimilisins og umönnun barna þegar þær eru í vinnunni. Þá hafa konur í meira mæli en karlar valið sér starfsvettvang til þess að auðvelda samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þrátt fyrir eina mestu atvinnuþátttöku íslenskra kvenna í heiminum, og að Ísland skorar mjög hátt í alþjóðlegum samanburði á jafnrétti kynjanna, draga konur frekar úr launaðri vinnu en karlar. Konur bera sömuleiðis enn þá meiri þunga af vinnuálagi vegna heimilisstarfa og barnauppeldis; annarri og þriðju vaktinni.
Nær allir feður í fullu starfi
Niðurstöðurnar byggja á spurningakönnun meðal foreldra barna á aldrinum 12 mánaða til 12 ára. Þar kemur m.a. fram að 68 prósent …
Athugasemdir