Í kosningunum í september 2021 fékk stærsti hægri flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, 24,4 prósent atkvæða en Miðflokkurinn, hægriflokkur sem leggur áherslu á þjóðlega íhaldssemi, oft með einföldum lausnum, rétt náði inn á þing með 5,5 prósent atkvæða. Það skilaði Miðflokknum þremur þingmönnum en einn þeirra, Birgir Þórarinsson, skipti yfir í Sjálfstæðisflokkinn nokkrum dögum eftir kosningarnar.
Annar eftirstandandi þingmanna Miðflokksins er Bergþór Ólason, sem var í Sjálfstæðisflokknum alla sína pólitísku ævi áður en hann ákvað framboð fyrir Miðflokkinn. Bergþór sat meðal annars sem stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna (SUS) á árunum 1999 til 2006 og var aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins, á árunum 2003 til 2006. Auk þess var sambýliskona Bergþórs, Laufey Rún Ketilsdóttir, eitt sinn formaður SUS, aðstoðarmaður Sigríðar Andersen á meðan hún sat sem dómsmálaráðherra og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokks frá árinu 2019 og fram í september í fyrra. Hún starfar nú hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Það …
Athugasemdir