Afstaða Íslendinga til afnáms refsinga við vörslu fíkniefna til eigin nota, það er afglæpavæðingu neysluskammta, hefur verið könnuð reglulega síðustu tíu ár. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, heldur utan um mælingar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur framkvæmt og kynnti hann þróun afstöðunnar undanfarinn áratug í erindi á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu í félagsvísindum, sem fram fór í byrjun nóvember.
Gögn Félagsvísindastofnunar byggja á svörum þátttakenda 18 ára og eldri sem valdir eru með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Síðastliðinn áratug hafa fimm mælingar verið gerðar, nú síðast í apríl og maí á þessu ári. Samkvæmt henni er meirihluti svarenda fylgjandi afnámi refsinga fyrir vörslu fíkniefna til eigin nota, rétt eins og árið 2021.
Þeim fer fjölgandi sem eru …
Athugasemdir