Sú var tíðin að hlutverk jóladagatala einskorðaðist við að auðvelda börnum biðina löngu eftir jólunum. Hver man ekki eftir jóladagatali frá Lions-klúbbum með lítilli tannkremstúbu á toppnum til að réttlæta súkkulaðiátið?
Tilkoma súkkulaðijóladagatala á sínum tíma þótti mikill lúxus samanborið við hefðbundin jóladagatöl með fallegum myndum. Lions-dagatölin eru enn fáanleg í dag en samkeppnin er orðin harðari, svo virðist sem jóladagatöl séu ekki aðeins ætluð börnum. Nú geta börn og fullorðnir stytt biðina eftir jólum með ýmsum hætti, allt frá súkkulaðijóladagatölum til snyrtivöru-, bjór- og jafnvel unaðstækjadagatala.
Jóladagatöl eru komin í hóp markaðsfyrirbæra sem einkenna jólavertíðina og bætast þar í hóp ógrynnis afsláttardaga sem innleiddir hafa verið að bandarískri fyrirmynd. „Þetta er oft eitthvað sem við þurfum ekki, þetta er einhver hefð sem er að byggjast upp og er að fara úr böndunum finnst mér,“ segir …
Athugasemdir (1)