Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Enn óljóst hvaða ráðlegginga Bjarni vísaði til þegar hann sagði af sér

Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ver­ið boð­að­ur á op­inn fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar um miðj­an næsta mán­uð. Til­gang­ur fund­ar­ins er að óska eft­ir frek­ari skýr­ing­um á ráð­gjöf til hans við sölu á Ís­lands­banka sem leiddi til þess að hann gætti ekki nægi­lega vel að hæfi sínu. Gögn sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið af­henti nefnd­inni og Heim­ild­inni varpa ekki skýru ljósi á hver sú ráð­gjöf var.

Þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra 10. október síðastliðinn þá sagði hann meðal annars, í færslu sem birtist á Facebook-síðu hans og var að uppistöðu sú ræða sem hann flutti á blaðamannafundi um morguninn, eftirfarandi: „Ég tel að margt í niðurstöðu umboðsmanns orki tvímælis og sé í andstöðu við það sem ég hef áður fengið ráðleggingar um.“ 

Afsögnin kom í kjölfar niðurstöðu umboðsmanns Alþingis þess efnis að Bjarni hafi verið vanhæfur til að samþykkja sölu á hlut ríkisins í bankanum til félagsins Hafsilfurs, sem er í eigu föður hans. Bjarni tók skömmu síðar við embætti utanríkisráðherra og varaformaður flokks hans, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, settist í fjármála- og efnahagsráðuneytið. 

Heimildin óskaði eftir því þann 23. október að fá frekari skýringar á þeim ráðleggingum sem Bjarni vísaði til í afsagnarræðu sinni og sendi fyrirspurn þess efnis á fjármála- og efnahagsráðuneytið. Þar var einnig óskað eftir …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár