Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Reykjavík sem hvarf

Baga­legt er að ný út­gáfa af Reykja­vík sem aldrei varð, sem var fyrst gef­in út ár­ið 2014 á for­lagi Crymo­geu, sé ekki upp­færð út­gáfa. Þrátt fyr­ir þenn­an ágalla er verk­ið vel unn­in út­tekt á til­urð og sögu þess­ara bygg­inga og þeirra lóða sem komu til greina fyr­ir stað­setn­ingu þeirra.

Reykjavík sem hvarf
Bók

Reykja­vík sem ekki varð

Höfundur Anna Dröfn Ágústsdóttir og Guðni Valberg
Angústúra
224 blaðsíður
Niðurstaða:

Það var fengur að þessari bók á sínum tíma og þeir sem fóru á mis við ritið þá vegna vinsælda þess geta nú tryggt sér eintak. Höfundar eru hvattir til frekari verka af sama tagi almenningi til uppfræðslu og bættrar þekkingar á skipulagi og húsabyggingum til opinberrar þjónustu.

Gefðu umsögn

Óvæntar vinsældir bókarinnar Reykjavík sem ekki varð sem kom út 2014/15 á forlagi Crymogeu í 3.500 eintökum sem seldust upp leiddu til þess að Angústúra hefur gefið rit þeirra Önnu Drafnar og Guðna Vilbergs út á ný.

Bókin, sem er í stóru broti, 27,5 x 21,5, og fallega umbrotin af Studio studio gerir grein fyrir sögulegum afdrifum bygginga í Reykjavík á liðnum hundrað og fimmtíu árum: Alþingishúsinu, áætlunum um hús á Arnarhóli, háborginni á Skólavörðuholti, hugmyndum og framkvæmdum við Þjóðleikhús, pælingum og byggingu ráðhúss og stjórnarráðshús, Seðlabankanum og tónlistarhúsi.

Bagalegt er að ný útgáfa skuli ekki uppfærð: í hana vantar nýbyggingu Alþingis við Vonarstræti, áætlanir frá 2004 um stækkun Þjóðleikhúss, sem menningarmálaráðherra hefur lýst yfir að huga skuli að, nýlega aflagða viðbyggingu á stjórnarráðsreitnum en þær endurbætur hefðu þýtt umturnun á ritinu. Þrátt fyrir þennan ágalla er verkið vel unnin úttekt á tilurð og sögu þessara bygginga og þeirra lóða sem komu til greina fyrir staðsetningu þeirra. Er ekki á einum stað að finna jafn greinargóða greiningu á þessum byggingum og reiki þeirra um miðborgarsvæðið. 

„Þannig leiðir umfjöllun höfunda hratt til þess að lesandi fyllist furðu yfir gáleysi ríkis og sveitarfélags“

Bókin er þægileg aflestrar, ríkulega myndskreytt og leiðir skýrt í ljós hvað stefnuleysi og ráðleysi hefur lengi ríkt í stjórnsýslu landsmanna um opinberar byggingar og mætti þá mörgu bæta við. Það sem á vantar í bókina kallar raunar á annað sambærilegt bindi frekari úttektar: sagan af Listasafninu, en fyrstu tillögur um fjármögnun þeirrar byggingar leiddi til þess að Þjóðminjasafnið var reist, sagan af viðbótarbyggingu listasafnsins á Miklatúni sem aldrei varð, byggingarsaga húsa á Öskjuhlíð við hitaveitugeymana, byggingarsagan reitsins við Ingólfsstræti frá húsi Fiskifélagsins sem nú endurbyggt heitir Sky-hotel, markaðsskálanum og íshúsi þeirra Espolín-bræðra sem aldrei varð en þar er nú ráðuneytisbygging.

Áhersla höfunda er fyrst og fremst á staðsetningu húsa, útliti þeirra og fyrirhugaðri notkun en síður á innri rýmum og hversu framsýnir forkólfar nýrra bygginga voru á sinni tíð. Minna má á að þá loks var undirbúið ráðhús í lokatilraun varð það strax við byggingarlok orðið of lítið. Þannig leiðir umfjöllun höfunda hratt til þess að lesandi fyllist furðu yfir gáleysi ríkis og sveitarfélags: nýlegt dæmi um þá áætlun stjórnvalda að Listasafni Íslands skuli nú deilt í gamalt íshús með viðbyggingum við Fríkirkjuveg og næst í afgreiðslusal Landsbankans og fundar- og vinnuherbergi á efri hæðum hússins við Austurstræti: henta þeir salir með tilliti til loftræsingar og hitastjórnunar, flutninga á verkum milli hæða og aðkomu þeirra í húsið?

Þannig er það raunar einn galli við verkið hvað höfundar sýna liðnum tíma og gömlum ákvörðunum mikla kurteisi, fálæti jafnvel. Hver sá sem leggst í húsasögu af þessu tagi hlýtur að spyrja: hvaða hugmyndafræðilegar röksemdir, hvaða hagsmunir lágu að baki þeim ákvörðunum sem réðu til dæmis því að hola húsi Hæstaréttar vestan við Þjóðleikhúsið og þannig tryggja það til framtíðar að leikhúsbyggingin, sem er í raun 19. aldar fyrirbæri (sem er enn skýrara á fyrstu útlitsteikningum og þversníðum hússins sem birt voru opinberlega í tengslum við endurbyggingu hússins á sínum tíma), yrði enn um langa framtíð aflukt á alla vegu og framleiðslugeta á þeim bæ takmörkuð um alla framtíð sem svo leiðir til dýrari rekstrar? Eins vakna spurningar um „framtíðarsýn“ þeirra sem réðu því að ráðhús Reykjavíkur var byggt „of lítið“ þegar í upphafi.

„Þannig er það raunar einn galli við verkið hvað höfundar sýna liðnum tíma og gömlum ákvörðunum mikla kurteisi, fálæti jafnvel“

Nú hafa höfundar haldið áfram ritasmíð: tóku Laugaveginn fyrir í annarri eins bók. Okkur bráðvantar rit af þessu tagi, alþýðleg rit sem gera grein fyrir hvernig manngert umhverfi okkar var mótað af ráfandi, rislitlu og fákunnandi yfirvöldum og ráðgjöfum. Taka má sem dæmi tónlistarhús sem tekið var að safna til á stríðsárunum seinni og Tónlistarfélagið vildi reisa í Hljómskálagarðinum, síðar var það teiknað inn í Túnum, svo verða samtök til sem berjast fyrir að það komi inn í hugmyndaheim stjórnvalda ríkis og borgar en þá vill þáverandi borgarstjóri að það rísi í Kvosinni. Teikningu er hent og efnt til alþjóðlegrar samkeppni og vinningstillaga valin – af hverjum? Þar með er byggingu sem almenningur á að sækja gangandi eða bílandi lokað á bak við hraðbraut Sæbrautar/Kalkofnsvegar og Tryggvagötu. Húsið er á endanum fjármagnað með svo þröngum lánum að salarverð þar hamlar allra hópa tónlistarflutnings nema dægurmenningar,  sinfóníuflutnings og ráðstefnuhalds.

Kapp er best með forsjá.

Það var fengur að þessari bók á sínum tíma og þeir sem fóru á mis við ritið þá vegna vinsælda þess geta nú tryggt sér eintak. Höfundar eru hvattir til frekari verka af sama tagi, almenningi til uppfræðslu og bættrar þekkingar á skipulagi og húsabyggingum til opinberrar þjónustu.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
2
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stefán Ólafsson
5
Aðsent

Stefán Ólafsson

Hvernig stjórn og um hvað?

Stefán Ólafs­son skrif­ar að við blasi að þrír helstu sig­ur­veg­ar­ar kosn­ing­anna - Sam­fylk­ing, Við­reisn og Flokk­ur fólks­ins, voru all­ir með sterk­an fókus á um­bæt­ur í vel­ferð­ar- og inn­viða­mál­um og af­komu að­þrengdra heim­ila. „Helstu vanda­mál­in við að ná sam­an um stjórn­arsátt­mála verða vænt­an­lega áhersla Við­reisn­ar á þjóð­ar­at­kvæði um hvort sækja ætti á ný um að­ild að ESB og kostn­að­ar­mikl­ar hug­mynd­ir Flokks fólks­ins um end­ur­bæt­ur á al­manna­trygg­inga­kerf­inu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
4
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
5
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár