Þóra Björg Andrésdóttir jarðfræðingur skráði sig í nám í skipulagsfræði eftir að hún lauk jarðfræðinámi fyrir nokkrum árum, sökum þess að hún var hugsi yfir því að áhætta vegna jarðhræringa væri ekki tekin með í reikninginn varðandi skipulagsáform á landsvísu.
Meistaraverkefni Þóru Bjargar í jarðfræðinni laut einmitt að gerð hættumats á Reykjanesskaganum með tilliti til eldsumbrota. Hún segir við Heimildina að þegar hún var að ljúka verkinu árið 2018 hafi auðvitað enginn trúað því að það væri að fara að gjósa á næstunni.
Síðan þá hefur eldur komið upp í þrígang og nú kraumar á ný undir niðri og ógnar byggðinni í Grindavík og mikilvægum innviðum svæðisins. Jarðskjálftar og jarðsig hafa þegar valdið miklu tjóni í Grindavíkurbæ.
Rask manna þurrki út skrásettar sprungur
Þóra Björg, sem kláraði hálft skipulagsfræðinámið en fór svo til starfa sem jarðfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands, segist oft hafa verið hugsi yfir því hvernig Íslendingar hafi á …
Athugasemdir