Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Kynþáttur skiptir máli á Íslandi í dag“

Einn af hverj­um tíu fyrstu kyn­slóð­ar inn­flytj­end­um á aldr­in­um 13-17 ára hef­ur orð­ið fyr­ir hat­ur­sof­beldi á síð­ustu 12 mán­uð­um. Fjöl­breyti­leiki ís­lensks sam­fé­lags er að aukast og Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, doktor í af­brota­fræði, seg­ir tíma­bært að rann­saka stöðu ungra inn­flytj­enda. „Það að verða fyr­ir að­kasti vegna þess hver þú ert hef­ur al­var­leg­ar af­leið­ing­ar á sjálfs­mynd þína.“

„Kynþáttur skiptir máli á Íslandi í dag“
Hatursglæpir Dr. Margrét Valdimarsdóttir segir tímabært að rannsaka stöðu ungra innflytjenda hér á landi með tilliti til hatursglæpa og hatursofbeldis. Rannsókn hennar sýnir m.a. að fjölbreytni innan skólasamfélagsins dregur úr líkum á hatursofbeldi. Mynd: Golli

Ungmenni með bakgrunn utan Vesturlanda sem hafa búið í frekar stuttan tíma á Íslandi eru berskjaldaðri en önnur ungmenni fyrir hatursglæpum á Íslandi, sérstaklega þau sem stunda nám í hópi fárra ungmenna af erlendum uppruna. Einn af hverjum tíu fyrstu kynslóðar innflytjendum á aldrinum 13–17 ára hefur orðið fyrir hatursofbeldi á síðustu 12 mánuðum og ungmenni sem tilheyra þessum sama hópi eru fjórum sinnum líklegri til að hafa verið hótað ofbeldi eða beitt ofbeldi vegna minnihlutastöðu þeirra en ungmenni með íslenskan bakgrunn. 

Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar um hatursglæpi og annað ofbeldi gegn ungum innflytjendum á Íslandi. Dr. Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands, kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, fyrr í þessum mánuði. 

Mikill vöxtur fólksflutninga á milli landa hefur orðið til þess að flest ríki eru nú menningarlega fjölbreyttari en áður. Fyrir 20 árum …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár