Ungmenni með bakgrunn utan Vesturlanda sem hafa búið í frekar stuttan tíma á Íslandi eru berskjaldaðri en önnur ungmenni fyrir hatursglæpum á Íslandi, sérstaklega þau sem stunda nám í hópi fárra ungmenna af erlendum uppruna. Einn af hverjum tíu fyrstu kynslóðar innflytjendum á aldrinum 13–17 ára hefur orðið fyrir hatursofbeldi á síðustu 12 mánuðum og ungmenni sem tilheyra þessum sama hópi eru fjórum sinnum líklegri til að hafa verið hótað ofbeldi eða beitt ofbeldi vegna minnihlutastöðu þeirra en ungmenni með íslenskan bakgrunn.
Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar um hatursglæpi og annað ofbeldi gegn ungum innflytjendum á Íslandi. Dr. Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands, kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, fyrr í þessum mánuði.
Mikill vöxtur fólksflutninga á milli landa hefur orðið til þess að flest ríki eru nú menningarlega fjölbreyttari en áður. Fyrir 20 árum …
Athugasemdir