„Það er hrikaleg nálgun á bók sem maður hefur ekki lesið: Þessi mun breyta lífi mínu,“ segir Ófeigur Sigurðsson þar sem hann situr á móti Bergþóru Snæbjörnsdóttur, kollega sínum, og talar um bækur og gildi þeirra. Bergþóra grípur hugsunina á lofti á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur: „Já, því þá verðurðu alltaf fyrir vonbrigðum. En kannski þegar ég er að lesa bók, þá getur mér liðið eins og það sé verið að breyta lífi mínu.“
Þau Bergþóra (B) og Ófeigur (Ó) eru bæði með skáldsögur í jólabókaflóðinu í ár og fékk Heimildin þau saman í viðtal.
Tíu ár skilja þau að, Bergþóra er fædd 1985 en Ófeigur 1975, og þau þekkjast ekki. Bæði eru í sambúð og á Bergþóra tvö börn en Ófeigur var að eignast sitt fyrsta, sem er þriggja mánaða. Bók Bergþóru heitir Duft en Ófeigs, Far heimur, Far sæll. Eftir því sem samtali þeirra líður fram …
Athugasemdir