Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þetta er einhver skilgreining á geðveiki“

Rit­fhöf­und­arn­ir Berg­þóra Snæ­björns­dótt­ir og Ófeig­ur Sig­urðs­son gefa bæði út skáld­sög­ur í ár. Í við­tali við Heim­ild­ina ræða þau um líf sitt, hark­ið sem fylg­ir því að vera rit­höf­und­ur, jóla­bóka­flóð­ið, börn­in sín, und­ir­með­vit­und­ina og bæk­urn­ar sem eru afrakst­ur ákveð­inn­ar teg­und­ar af geð­veiki.

„Þetta er einhver skilgreining á geðveiki“
Harkið og vonin Þau Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Ófeigur Sigurðsson deila sýn á því sem þau gera í lífinu. Þau skrifa skáldsögur og reyna að telja sér trú um að næsta bók verði meistaraverkið. Þau lýsa þessu sem ákveðinni tegund af geðveiki. Mynd: Hörður Sveinsson

„Það er hrikaleg nálgun á bók sem maður hefur ekki lesið: Þessi mun breyta lífi mínu,“ segir Ófeigur Sigurðsson þar sem hann situr á móti Bergþóru Snæbjörnsdóttur, kollega sínum, og talar um bækur og gildi þeirra. Bergþóra grípur hugsunina á lofti á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur: „Já, því þá verðurðu alltaf fyrir vonbrigðum. En kannski þegar ég er að lesa bók, þá getur mér liðið eins og það sé verið að breyta lífi mínu.“  

Þau Bergþóra (B) og Ófeigur (Ó) eru bæði með skáldsögur í jólabókaflóðinu í ár og fékk Heimildin þau saman í viðtal.

Tíu ár skilja þau að, Bergþóra er fædd 1985 en Ófeigur 1975, og þau þekkjast ekki. Bæði eru í sambúð og á Bergþóra tvö börn en Ófeigur var að eignast sitt fyrsta, sem er þriggja mánaða. Bók Bergþóru heitir Duft en Ófeigs, Far heimur, Far sæll.  Eftir því sem samtali þeirra líður fram …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár