Það sem við vitum um samþjöppun kvótans
Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Það sem við vitum um samþjöppun kvótans

Ljóst má vera að til­raun­ir stjórn­mála­manna um að ýta und­ir hag­ræð­ingu í sjáv­ar­út­vegi með setn­ingu kvóta­kerf­is í upp­hafi tí­unda ára­tug­ar­ins hafi heppn­ast. Gögn Fiski­stofu sýna að stærstu út­gerð­irn­ar í dag fari með yf­ir 70 pró­sent afla, en sömu út­gerð­ir, eða fyr­ir­renn­ar­ar þeirra, að­eins með rúm­lega 30 pró­sent í upp­hafi kerf­is­ins. Tak­mark­að­ar upp­lýs­ing­ar eru til stað­ar um þró­un fyr­ir­tækja inn­an kerf­is­ins.

Fimmtán stærstu útgerðarfélög landsins í dag fengu úthlutað ríflega 70 prósent allra fiskveiðiheimilda í upphafi yfirstandandi fiskveiðiárs. Árið 1991, við úthlutun á fyrsta heila fiskveiðiári núverandi kvótakerfis, áttu þessar sömu útgerðir og fyrirrennarar þeirra aðeins 32 prósent í úthlutuðum afla. Þetta sýna gögn úr fórum Fiskistofu, sem síðan í maí hefur birt opinberlega upplýsingar og söguleg gögn um úthlutanir, landanir og veiðar einstakra skipa og fyrirtækja. 

Gögnin eru þó mörgum takmörkunum háð og ljóst að upplýsingar eru að einhverju marki óskráðar eða ranglega skráðar í grunninum. Engu að síður gefa upplýsingarnar nokkuð glögga mynd af því hvernig markmið með setningu kvótakerfisins, að ná fram hagræðingu í fiskveiðum við Ísland, hefur náðst. 

Enginn yfir fimm prósent í upphafi

Samkvæmt samantekt Fiskistofu á úthlutuðum afla til einstakra fyrirtækja og svo upplýsingum um heildarúthlutun hvers fiskveiðiárs, var ekkert fyrirtæki með yfir fimm prósent aflahlutdeild árið 1991. Það sem nú heitir Ísfélagið, sem er …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Mjög góð yfirferð að vanda hjá Aðalsteini. Hann er orðinn einn helzti sérfræðingur okkar í útgerðarsögunni frá upphafi kvótasetningar ~1990 til dagsins í dag. Vel gert!
    1
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Mammon sér um sína.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Auðlindar-RÁNIÐ er á fullri ferð, samt eru gögnin um samþjöppunina fáránlega lítil og hverjir skyldu nú hafa hag af því ? Jebs 15-stærstu einokunar-útgerðirnar ásamt stjórnmálaflokkum sem styðja óbreytta fiskveiðistjórn.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sjávarútvegsskýrslan 2023

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár