Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Átökin um ölduna og framtíðina

Í Þor­láks­höfn á sér nú stað bar­átta sem hef­ur ekki áð­ur sést á Ís­landi. Þetta eru til­raun­ir brimbretta­manna til að stöðva fram­kvæmd­ir við nýja land­fyll­ingu við strand­lengj­una í bæn­um sem þeir segja að skemmi öld­una sem þeir stunda íþrótt sína á.

Átökin um ölduna og framtíðina
Vilja varðveita ölduna Brimbrettafélag Íslands vill varðveita ölduna í Þorlákshöfn sem félagið segir vera einstaka á landsvísu. Á myndinni sést brimbrettakonan Anna Gudauskas leika listir sínar á öldunni. Mynd: 'Erlendur Þór Magnússon

Ný tegund af baráttu á Íslandi hefur verið í kastljósi fjölmiðla síðustu vikurnar. Þetta eru tilraunir Brimbrettafélags Íslands til að „bjarga“ öldunni í Þorlákshöfn frá því að skemmast vegna framkvæmda við nýja landfyllingu við höfnina í bænum. Ein af ástæðunum fyrir þessum sögulegu átökum er að brimbrettaiðkun hefur hingað til ekki verið mikil á Íslandi. Brimbrettafólkið vill hins vegar meina að íþróttin sé í miklum vexti hér á landi og að fjöldi iðkenda hafi fimmfaldast á áratug. 

„Það eru fáir að kveikja á verðmætunum í þessu á Íslandi“
Steinarr Lár,
formaður Brimbrettafélags Íslands

Brimbrettafólkið telur að landfyllingin muni eyðileggja „besta brimbrettasvæði á Íslandi“, eins og þeir orða það í kynningarefni, á meðan meirihluti bæjarstjórnarinnar telur að aldan á svæðinu muni ekki eyðileggjast þrátt fyrir landfyllinguna. Báðir aðilar leggja fram skýrslur sérfræðinga málstað sínum til stuðnings. Eins og er þá er meirihluti bæjarstjórnarinnar með yfirhöndina þar sem framkvæmdin hefur verið …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Fjárfestarnir sem seldu Elliða húsið vilja kaupa lóð af Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Fjár­fest­arn­ir sem seldu Ell­iða hús­ið vilja kaupa lóð af Ölfusi

Námu­fjár­fest­arn­ir sem seldu Ell­iða Vign­is­syni bæj­ar­stjóra fast­eign­ir í sveit­ar­fé­lag­inu fyr­ir ótil­greint verð í lok síð­asta árs ætla að byggja skemmu und­ir laxa­fóð­ur við höfn­ina í Þor­láks­höfn. Þeir hafa lýst yf­ir áhuga á að kaupa fast­eign og lóð af Ölfusi og vék Elliði ekki af fundi þeg­ar mál­ið var tek­ið fyr­ir í byrj­un fe­brú­ar.
Leyndin yfir húsamáli Elliða bæjarstjóra
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Leynd­in yf­ir húsa­máli Ell­iða bæj­ar­stjóra

Heim­ild­in hef­ur í rúmt ár birt frétt­ir af við­skipt­um Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra í Ölfusi, með hús í sveit­ar­fé­lagi sem um­svifa­mikl­ir námu­fjár­fest­ar seldu hon­um á óljós­um kjör­um. Bæj­ar­stjór­inn hef­ur neit­að að leggja fram gögn um við­skipt­in eða greina frá þeim í smá­at­rið­um. Á með­an stend­ur yf­ir um­ræða í sveit­ar­fé­lag­inu um bygg­ingu möl­un­ar­verk­smiðju sem þjón­ar hags­mun­um fjár­fest­anna.
Skipulagsstofnun gagnrýnir Ölfus út af landfyllingunni
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Skipu­lags­stofn­un gagn­rýn­ir Ölfus út af land­fyll­ing­unni

Skipu­lags­stofn­un seg­ir að sveit­ar­fé­lag­ið Ölfus hefði átt að bera sig öðru­vísi að við fram­kvæmd­ir við land­fyll­ingu í Þor­láks­höfn. Stofn­un­in seg­ir að fram­kvæmd­in sé það stór að hún hefði mögu­lega þurft að fara í mat á um­hverf­isáhrif­um. Um­hverf­is­stofn­un stöðv­aði fram­kvæmd­ir við land­fyll­ing­una vegna þess að til­skil­inna leyfa var ekki afl­að.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár