Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Átökin um ölduna og framtíðina

Í Þor­láks­höfn á sér nú stað bar­átta sem hef­ur ekki áð­ur sést á Ís­landi. Þetta eru til­raun­ir brimbretta­manna til að stöðva fram­kvæmd­ir við nýja land­fyll­ingu við strand­lengj­una í bæn­um sem þeir segja að skemmi öld­una sem þeir stunda íþrótt sína á.

Átökin um ölduna og framtíðina
Vilja varðveita ölduna Brimbrettafélag Íslands vill varðveita ölduna í Þorlákshöfn sem félagið segir vera einstaka á landsvísu. Á myndinni sést brimbrettakonan Anna Gudauskas leika listir sínar á öldunni. Mynd: 'Erlendur Þór Magnússon

Ný tegund af baráttu á Íslandi hefur verið í kastljósi fjölmiðla síðustu vikurnar. Þetta eru tilraunir Brimbrettafélags Íslands til að „bjarga“ öldunni í Þorlákshöfn frá því að skemmast vegna framkvæmda við nýja landfyllingu við höfnina í bænum. Ein af ástæðunum fyrir þessum sögulegu átökum er að brimbrettaiðkun hefur hingað til ekki verið mikil á Íslandi. Brimbrettafólkið vill hins vegar meina að íþróttin sé í miklum vexti hér á landi og að fjöldi iðkenda hafi fimmfaldast á áratug. 

„Það eru fáir að kveikja á verðmætunum í þessu á Íslandi“
Steinarr Lár,
formaður Brimbrettafélags Íslands

Brimbrettafólkið telur að landfyllingin muni eyðileggja „besta brimbrettasvæði á Íslandi“, eins og þeir orða það í kynningarefni, á meðan meirihluti bæjarstjórnarinnar telur að aldan á svæðinu muni ekki eyðileggjast þrátt fyrir landfyllinguna. Báðir aðilar leggja fram skýrslur sérfræðinga málstað sínum til stuðnings. Eins og er þá er meirihluti bæjarstjórnarinnar með yfirhöndina þar sem framkvæmdin hefur verið …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Vel­gjörð­ar­menn Ell­iða hafa bæði hags­muni af nám­um í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.
Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár