Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Gjaldþrota útgáfufélag Fréttablaðsins sótti um rekstrarstyrk úr ríkissjóði

Þrátt fyr­ir að hafa far­ið í þrot í vor sótti Torg, sem gaf með­al ann­ars út Frétta­blað­ið og hélt úti sjón­varps­stöð­inni Hring­braut, um styrk sem veitt­ur er úr rík­is­sjóði til starf­andi fréttamiðla á einka­mark­aði. Um­sókn Torgs var hafn­að, en litl­ar eign­ir virð­ast til í þrota­búi fé­lags­ins upp í kröf­ur. Rekstr­ar­styrk­ur­inn, hefði hann ver­ið veitt­ur, hefði far­ið í að greiða kröf­ur en ekki að styrkja einka­rekna fjöl­miðl­un á Ís­landi.

Síðasta dag marsmánaðar 2023 var tilkynnt að Fréttablaðið, dagblað sem hafði verið frídreift inn á íslensk heimili síðan árið 2001, hefði komið út í síðasta sinn. Dagblaðið var þá komið í eigu fjölmiðlafyrirtækis sem hét Torg og hélt einnig úti sjónvarpsstöðinni Hringbraut, DV.is og öðrum vefmiðlum. Þangað hafði Fréttablaðið ratað þegar athafnamaðurinn Helgi Magnússon og viðskiptafélagar hans keyptu miðilinn sumarið 2019. 

Torg var einn stærsti einkarekni leikandinn á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Tekjur samstæðunnar voru um 2,4 milljarðar króna á árinu 2021 en félagið var alla tíð rekið í miklu tapi. Torg fékk, ásamt útgáfufélagi Morgunblaðsins og Sýn sem rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hæsta mögulega rekstrarstyrk úr ríkissjóði í fyrra, eða um 67 milljónir króna. Þessi þrjú fyrirtæki tóku samanlagt til sín 53 prósent af því fé sem var til úthlutunar það ár. 

Alls …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár