Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Brátt á heimleið: Ísland breytti sýn Isaacs á samkynhneigð

„Ég hef ekk­ert á móti sam­kyn­hneigð­um, ég vil að all­ir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja,“ seg­ir Isaac Kwateng, vall­ar­stjóri Þrótt­ar, sem er á leið aft­ur til Ís­lands eft­ir að hafa ver­ið send­ur úr landi eft­ir sex ára dvöl hér. Hann flúði Gana ár­ið 2017 eft­ir að hafa pre­dik­að gegn sam­kyn­hneigð. Sýn hans á rétt­indi hinseg­in fólks breytt­ist eft­ir að hann kom til Ís­lands.

Isaac Kwateng, vallarstjóri Þróttar, sat inni á hóteli í Gana og var að læra fyrir íslenskupróf þegar framkvæmdastjóri Þróttar tjáði honum að hann hefði fengið atvinnuleyfi á Íslandi til eins árs. 

„Ég varð svo hamingjusamur,“ segir Isaac. Honum var vísað frá Íslandi til Gana um miðjan október. Þá hafði hann búið á Íslandi í um sex ár og unnið sem vallarstjóri Þróttar í tvö ár. Þróttarar mótmæltu þessum aðgerðum harðlega og aðstoðuðu Isaac við að komast aftur til Íslands með atvinnuleyfi. 

Í aðdraganda þess að Isaac flúði Gana voru hann og vinur hans að boða kristna trú í Gana. Þeir lögðu áherslu á þá sýn sína að samkynhneigð væri ekki samþykkt innan trúarinnar og að samfélagið ætti að hafna henni. Í kjölfarið segir Isaac að fjórir menn hafi ráðist að þeim vinum í tvígang. Eftir seinni árásina hafi vinur hans látist af sárum sínum og Isaac flúið land.

Ekki andstæður hamingju annarra

Isaac segir í samtali við Heimildina að hann sé alls ekki lengur á móti samkynhneigðum. Viðhorf hans hafi breyst mikið síðan hann kom til Íslands. 

„Ég var alinn upp af kristnum foreldrum með viðhorf sem eru mjög ólík þeim evrópsku,“ segir Isaac. „Eftir að ég kom til Íslands þroskaðist ég og byrjaði að skilja ýmislegt betur. Það breytti mér.“

ÞróttariIsaac segir Þróttarana fjölskyldu sína. Hér er brot úr myndbandsviðtali Heimildarinnar við Isaac sem tekið var í byrjun október.Heimildin / Davíð Þór

Hann segir að nú skilji hann að það sé ekkert athugavert við það að fólk laðist að sama kyni. 

„Ég hef ekkert á móti samkynhneigðum, ég vil að allir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja,“ segir Isaac. „Ef þú ert samkynhneigður, þá er það þitt líf og þú átt að gera það sem gerir þig hamingjusaman eða hamingjusama. Ég er ekki á móti neinum. Allir vilja vera hamingjusamir og ég er ekki á móti því.“

Í faðm Þróttara að nýju

Isaac segist hlakka mikið til að koma aftur „heim til Íslands“ og stefnir hann á að fara aftur að vinna sem vallarstjóri Þróttar. „Fólkið í Þrótti er fjölskyldan mín,“ segir Isaac. 

Hann hefur sótt um ríkisborgararétt og er á leið í íslenskupróf 21. nóvember næstkomandi. 

„Það gengur vel að skrifa en ég á erfiðara með að tala,“ segir Isaac um íslenskuna. „Það er erfitt að æfa sig að tala hérna því ég get ekki talað íslensku við neinn. Þegar ég kem til Íslands verður auðveldara fyrir mig að æfa mig að tala íslensku.“

Hann bíður nú eftir vegabréfsáritun. Þegar hún er klár mun hann leggja í hann, heim til Íslands og í faðm íþróttafélagsins í Laugardalnum.  

Kjósa
54
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Vertu velkominn aftur.
    Hvað kostaði allt þetta rugl og hver borgar?
    1
  • Ásta Jensen skrifaði
    Það er eina vitið að breytast. Það er ekki líft á Íslandi ef maður er með fordóma fyrir samkynhneigðum
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár