Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Bankarnir reikna ekki með að heimilin muni lenda í miklum vandræðum

Svo lengi sem þeir lán­tak­end­ur sem eru með fasta óverð­tryggða vexti á íbúðalán­um sín­um, og ráða illa við mikl­ar hækk­an­ir á mán­að­ar­legri greiðslu­byrði sinni, færi sig í stór­um stíl yf­ir í verð­tryggð lán þá reikna stóru bank­arn­ir ekki með að þurfa grípa til annarra að­gerða en þeir hafa kynnt nú þeg­ar nema fyr­ir lít­inn hóp. Lands­bank­inn er með rúm­lega helm­ing úti­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um.

Í fjárfestakynningu Arion banka vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs 2023 kemur fram að bankinn hafi látið framkvæma álagspróf á þeim íbúðalánum sem bankinn hefur veitt og eru með fasta óverðtryggða vexti. Niðurstaða þess var að um þriðjungur lántakenda myndu mögulega þurfa að færa sig yfir í lánaform sem fylgdi lægri greiðslubyrði þegar fastvaxtatímabili þeirra lyki. Það þýðir þá tilfærsla í verðtryggð lán.

Í álagsprófinu var gengið út frá því að breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum muni ná hámarki í um 13 prósentum á næsta ári og að þeir yrðu áfram háir inn á árið 2025. Til að setja þá hækkun sem fólkið sem stendur frammi fyrir því að fastir vextir fari að losna á von á þá eru vegnir fastir vextir þeirra sem eru með óverðtryggð lán í banka sem losna á seinni hluta næsta árs um 4,5 prósent. Óverðtryggðu vextirnir sem þeim munu standa til boða verða næstum þrefaldir þeir …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Búast má við að Bankar ríghaldi í greiðandi húsnæðis skuldara og hafi ekki stórar áhyggjur því, ef eignin er veðsett fyrir skuldinni, þá mun verðmæti veðsettrar eignar vera mun verðmætari fyrir lánveitandann, þökk sé Stjórnvöldum, sem ………
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár